Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1944, Side 54
148 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR En meðan verið er að bæta úr þessu læt ég sem ég þurfi að fara út, tek í húninn á götuhurðinni og smeygi mér út. En það er, því miður, ekki lengi verið að skipta um buxur á einu barni og innan fárra mínútna stend ég við gluggann, þann sem snýr í vestur, því að spóinn opnar og lokar nefi sínu á steininum á hóln- um, þótt degi sé farið að halla. En það líða fleiri dagar en einn dagur og það eru fleiri spóar á vakki í mýrinni en þessi spói og það eru fleiri fuglar en spóar, ým- islega litir fuglar, bæði litlir og stórir. Máríuerla á sér hreiður ein- hversstaðar nálægt. Reyndar hef ég ekki tíma til að leita að hreiðr- um. En hér er harn inni í húsinu. Og ég hef sagt, hvernig ég gæti barnsins. En ég hef ekki sagt, hvernig ég svæfi barnið. Hægt, mjúklega, líkt sem orgelhljómar út úr kirkju, líður kvöldið til mín. Ofurlítið rökkur yfir grænni jörðinni, en saknandi og undarlegur hljóðleiki í kvaki fuglanna, sem eru á ferli í kyrrðinni. Þá er það, að ég svæfi barnið. Utan úr heimi vorsins, heimi dýrðarinnar, þar sem fuglarnir lifa, berst söngur þeirra til mín, inn um opinn gluggann, þann sem snýr í suður, því að vindurinn blæs af norðri, eða það er ekki víst að neinn vindur blási og því betur berst söngurinn inn til mín, þar sem ég sit. Og nú sit ég ekki einn. Ég sit með barn í fanginu, lítinn fallegan dreng, sem ég er að svæfa. Hvers vegna ætti ég ekki að syngja, þótt ég sé bara tíu ára? Það mæla engin skynsamleg rök með því, að ég ætti ekki að syngja, eins og fuglarnir gera, úti í dýrðinni. Þess vegna syng ég. En ég syng af- arlágt, og stundum hætti ég, þegar ég heyri að það er betur sungið úti. Litli drengurinn hallar höfðinu að brjósti mér og heldur víst að ég sé fullorðinn maður, og ég sem er ekki einu sinni í síðum buxum, heldur stuttum buxum, sem ná ekki niður á hné. En ég þrýsti honum að mér eins og ég sé móðir hans, og þó er ég ekki móðir hans. Ég segi við hann: Heyrirðu? Og hann segir: Já, ofurlágt. En þá segi ég: Nú eru fuglarnir að hátta sig. Við skulum líka fara að sofa. Já, segir litli drengurinn og þrýstir sér að mér. Honum þykir

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.