Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 7
EINAR OL. SVEINSSON: SJÁLFSTÆÐISMÁLIÐ Seytjánda júní 1944 rættust gamlar vonir íslendinga. í meira en öld höfðu beztu synir Islands og dætur helgað kraftá sína því tak- marki, sem þar var náð. Flestir dóu þeir á eyðimörkinni án þess að fá að sjá inn í fyrirheitna landið, sjálfsagt margir án öruggrar von- ar, en þeir mættu dauðanum með friði góðrar samvizku. Þeir höfðu gert það sem þeir gátu til að færa þjóð sína'nær frelsinu. Ekki er því að neita, að dimm ský grúfðu yfir fæðingardegi hins nýja lýðveldis. Margir munu með angri hafa hugsað til rauna hinn- ar görnlu sambandsþjóðar vorrar. En þar við bættist, að þótt vér að vísu stofnuðum hér lýðveldi, var sjálfstæði þess og fullveldi að- eins til á pappírnum. Vér vorum hér raunverulegar hornrekur hinna erlendu hersveita. En vorir menn þóttust hafa svo um hnútana búið, að þetta tæki enda. Og vissulega höfðu þeir við nokkuð að styðj- ast. Meðal skilyrða forsætisráðherra Islands fyrir hervernd Banda- ríkjamanna var þetta: „Bandaríkin skuldbinda sig til að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn, á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núverandi ófriði er lokið.“ Þessi og önnur skilyrði féllst forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, á, svo sem þessi orð í svari hans votta: „Mér er það ánægja að staðfesta hér með við yður, að skilyrði þau, sem sett eru fram í orðsendingu yðar, er ég hef nú móttekið, eru fyllilega aðgengileg fyrir ríkisstjórn Banda- ríkjanna og að skilyrða þessara mun verða gœtt í viðskiptunum milli Bandaríkjanna og Islands.“ Yfir þetta lagði Bretland blessun sína; sendiherra þeirra lofaði ekki aðeins, að fluttur yrði burtu héðan allur enskur her, heldur og „að viðurkenna algert frelsi og fullveldi íslands og að sjá til þess, að ekki verði gengið á rétt þess í friðar- samningunum né á nokkurn annan liátt að ófriðnum loknum“. Ekki leið þó á löngu eftir lýðveldisstofnunina, að skrif færu að sjást um það í amerískum blöðum, að Bandaríkjamenn ættu að hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.