Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 49
Á TÓLFTU STUND 175 í broddi þessa ógæfulýðs eru alls konar prangarar, sem mæna gírugum augum eftir ágóðahlut af sölunni, og pólitískir lánleysingj- ar, sem hyggjast ná uppgangi og öryggi undir verndarvæng hinna amerísku vopna. En fyrir almúganum, sem þessir menn treysta, að aldrei þreytist á að trúa því lygilegasta, fyrir honum er þessi sala á „föðurlandinu“ túlkuð á þann veg, að þetta sé lífsnauðsyn vegna „hættunnar úr austri“. Þessi túlkun hljómar þó kannski ekki nógu sennilega. En þá hlaupa útlendar fréttastofur undir baggann, auð- vitað heiðarlegar og hlutlausar: Rússar heimta hernaðarstöðvar á Spitsbergen. Rússar krefjast hernaðarstöðva í Norður-Noregi, — reyndar fáum dögum eftir að tilkynnt var frá Osló, að þeir væru farnir þaðan með allan sinn herafla (!). Þessum voða er vitanlega beint gegn íslandi. Og blöðin fara hamförum í Rússlandsníðinu og konnnúnistaróg- inum til þess að uppmála fyrir hinum auðtrúa, hve þessi háski úr aústri sé ægilegur: Rauði herinn nauðgar konum í Berlín, ógurleg morð og ofsóknir í Eystrasaltslöndunum, Rauði herinn fer með rán- um og rupli, stjórnleysi í Rauða hernum, prestaofsóknir í Júgóslavíu, hryllileg morð á þýzku flóttafólki í Póllandi, tortryggni Rússa, Rúss- ar ósamvinnuþýðir, kínverskir kommúnislar sakaðir um morð, rán og pyndingar, gjöreyðingarstefna Rússa í Þýzkalandi, héruðin, sem Rússar ráða yfir í Þýzkalandi gerð að eyðimörk, en hinn rauði hluti Berlínar gerður að eins konar sýningarvöru (!!) Þessar skelfingar eiga að sætta hinar frómu sálir við söluna á „föðurlandinu“. Bandarískar hernaðarstöðvar eru túlkaðar sem brimbrjótur gegn innrásinni úr austri og vörn á móti sams konar hörmungum, sem aumingja Þjóðverjar mega nú líða á verndarsvæði Rauða hersins. Hernaðarvöld Bandaríkjanna myndu að vísu komast svo að orði, að vígstöðvar þeirra hér eigi að vera vörn fyrir Ame- ríku. En það skiptir náttúrlega engu máli. Innbyrlanir okkar hljóta að vera réttari en strategía Ameríkanans. Næsta heimsstyrjöld, ef hún verður þá nokkur, yrði háð með kjarnorkusprengjum, og það má gera ráð fyrir, að þess verði ekki langt að bíða, að fleiri þjóðir en Bandaríkin og England hafi slík vopn til umráða. Ef Rússlandshatararnir fengju þann óskadraum sinn uppfylltan, að sú styrjöld risi fyrir árás Bandaríkjanna á Sovét-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.