Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 33
OLAFUR JOH. SIGURÐSSON: r Islenzk æska heimtar skilyrðislaust afsvar Þegar sú fregn síaðist út um bæinn á öndverðum haustmánuði, að fulltrúar íslenzku þjóðarinnar á Alþingi sætu nú á leynilegum fundum yfir skjali einu miklu frá stjórnarvöldum Bandaríkjanna, þar sem farið væri fram á, að íslendingar leigðu Bandaríkjunum stöðvar fyrir flugher og flota um langan tíma, þá héldu menn al- mennt, að hér væri aðeins um staðlaust fleipur að ræða. í fyrsta lagi kom það spánskt fyrir sjónir, að þetta tröllaukna herveldi skyldi láta svo grunsamlega orðsendingu frá sér fara, nokkrum vikum eftir að blóðugustu styrjöld heimsins var lokið, þar sem flestar lýð- frjálsar þjóðir höfðu með sameiginlegu átaki unnið fullan sigur á óvinum siðmenningar og mannréttinda. í öðru lagi hafði þetta sama herveldi auðsýnt íslenzku þjóðinni bæði vinsemd og virðingu á síð- ustu árum, skuldbundið sig til að hverfa héðan á brott með allan herafla sinn að stríðinu loknu, lýst því yfir hvað eftir annað, að það mundi standa við samninga sína í hvívetna, en auk þess viðurkennt lýðveldi vort og þarafleiðandi óskoraðan rétt vorn til frelsis og sjálfsforræðis. Og í þriðja lagi virtist sú firran hlálegust, að fulltrú- ar íslenzku þjóðarinnar á Alþingi skyldu þurfa að velta því fyrir sér, á hvern hátt þeim bæri að svara slíkum tilmælum, þar sem sérhver undanlátssemi táknaði beinlínis sölu sjálfstæðis vors í hendur fram- andi aðilum. Hinsvegar leið ekki á löngu, áður en fréttir tóku að berast hingað utan úr heimi, þar sem rætt var fullum fetum um þessar óskir Bandaríkjastjórnar varðandi herstöðvar á íslandi í framtíðinni. Eitthvert helzta málgagn einnar frændþjóðar vorrar á Norðurlönd- urn lét þá eindregnu von í ljós, að íslendingar svöruðu hinum á- sælnu tilmælum með skjótri og afdráttarlausri neitun, en samtímis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.