Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 43
KATRÍN THORODDSEN:
i
Eyðing Islandsbyggðar
Það var laust fyrir hádegi hinn 1. október síðastliðinn, að kunn-
ingjakona mín kallaði mig til sín á förnum vegi og spurði: Veiztu,
að Bandaríkin ætla að kaupa ísland? Það er ekki falt, sagði ég
snúðugt, því að ég reiddist, og mér er ekki runnin reiðin enn. Eg
innti hana þó eftir, hvaðan henni kæmi fregn þessi, og kvað hún
það vera almæli í sinni vinnustöð, að Bandaríki Norður-Ameríku
krefðust að fá Hvalfjörð, allt umhverfi Reykjavíkur og megnið
af Reykjanesskaganum á leigu, í eina öld, undir hernaðarbækistöðv-
ar. Næstu daga fékk ég svo, eins og aðrir Reykvíkingar, sölusög-
urnar víðsvegar að og sumar í forgyltum útgáfum. Gyllingin bar
þess augljós merki, að hún var ekki af íslenzkum uppruna, svo á-
berandi ósmekkleg og fyrirferðarmikil var hún, að henni var aug-
sýnilega ætlað það eitt að blinda áhorfandann á allt annað en tölur
— háar tölur.
Ég vænti þess, að farið hafi fyrir fleirum líkt og mér, að gremjan
yfir ósvífninni altók svo hugann í fyrstu, að óttinn komst ekki að.
Um sannleiksgildi orðrómsins í grundvallaratriðum efaðist ég ekki,
þótt mér hins vegar kæmi ekki til hugar að trúa því, að Bandaríkin
hefðu sýnt Islandi svo hispurslausa fyrirlitningu að leggja formála-
laust fram kaupsamning til undirskriftar. En milljónasögunum var
vafalítið komið á kreik af ráðnum hug, til þess að undirbúa jarð-
veginn, ásamt með öðrum ástæðulausum en villandi áróðri um á-
gengni og ofbeldi annarra vinveittra ríkja. Enda þótt augljóst væri,
hvaðan kviksögurnar væru komnar, urðu þær mér mikið áhyggju-
efni. Ekki var með öllu óhugsandi, að íslendingar ginu við þessu
gerfigulls agni, verið gat, að þeir bæru ekki gæfu til að afstýra
þeim voða, er að stefndi, en sem var þó engan veginn óumflýjanleg-
ur. Að óreyndu varð því ekki trúað, að Bandaríkin gengju á gefin
heit og þrjózkuðust við að fara héðan, og ólíklegt var með öllu, að