Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 19

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 19
SIGRÍÐUR í BRATTHOLTI 145 sjálf og með stofnun lýðveldisins fyrir rúmu ári tók íslenzka ríkið sér viðurkennda stöðu meðal annarra frjálsra, sjálfstæðra ríkja heimsins. Þetta gerðist að undangenginni alþjóðaratkvæða- greiðslu, sem sýndi það, að um þetta mál, sjálfstæðið, stóð íslenzka þjóðin svo að segja sem einn maðúr. Þeir alþingismenn, sem nú sitja á þingi, voru fyrst og fremst kosnir sem fulltrúar þessa eín- dregna þjóðarvilja, þess vilja að íslendingar réðu sér og landi sínu sjálfir og að það væru íslenzk sjónarmið og íslenzk sæmd, sem réðu því, hvernig landið og gæði þess væru hagnýtt. En einmitt þegar allt sýnist leika í lyndi, þjóðin sammála, lýð- veldið stofnað og viðurkennt, þingmenn sjálfsagt fullir af eldmóði sjálfstæðis og ættjarðarástar, kemur þessi furðulega frétt: Banda- ríkin vilja leigja hluta af landi okkar til hernaðarbækistöðva um langan tíma, og vika eftir vika líður án þess að Alþingi neiti slíku tilboði. Þessi ósk Bandaríkjanna er að vísu ekkert furðuleg, jafn mikla hernaðarlega þýðingu og Island hefur haft í undangengnum ófriði, en að Alþingi Islendinga sé yfirleitt til viðtals um slíkt mál, slíka sölu eða leigu, það er furðulegt. Við íslendingar höfum um margar aldir verið friðarins menn, ekki þekkt vopnaburð og metið mannslífin meira en tíðkast hjá hernaðarþjóðum. Þessi afstaða á að vera okkar framlag til heimsmenningarinnar, sameiginlegt ör- yggi þjóðanna hið eina, sem við getum fært nokkrar fórnir. Hvernig getum við þá hugsað okkur að fá hernaðarbækistöðvar eins stór- veldis sín hvorum megin við höfuðborg okkar og verða á þann hátt miðdepill hernaðaraðgerða og árása um leið og til stórveldastyrj- alda dregur? Hvaða endurgjald er hægt að bjóða okkur, sem sé í raun réttri nokkurs virði, þegar um slíka áhættu er að ræða? Auk þessa munum við Islendingar kunna því bezt að ráða sjálfir okkar eigin landi og láta ekki útlenda menn segja okkur, hvar við megum ganga og hvar ekki. Og ekki er ég í neinum vafa um það, að enn lifir sá íslenzki andi, að alþingismennirnir okkar verða ekki ofsælir af því að koma heim til kjósendanna og skýra þeim frá sölu eða leigu landsins á öðru lýðveldisárinu. Þeir munu mæta mörgum Sigríðum frá Brattholti, sem heldur kjósa áframhaldandi erfið lífs- kjör íslenzkrar alþýðu en selja sæmd sína og framtíð þjóðarinnar fyrir stundarhagsmuni. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.