Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 34

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 34
160 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hófu dagblöðin hér í höfuðstaðnum nokkrar umræður um málið. Það er því engin ástæða til að fara í launkofa með þá staðreynd, að Bandaríkjastjórn hefur farið þess á leit að fá leigða með sérstökum samningi „um langan tíma“ flugvelli og flotahöfn á íslandi „til sóknar eða varnar í hugsanlegum ófriði“, en þing vort setið á rök- stólum yfir þessu ókurteisa skjali á annan mánuð án þess að hafa einurð t’il að svara því á viðeigandi hált. Hitt er þó átakanlegra, að dálítill hópur manna hefur jafnt og þétt klifað á því opinberlega, að vér ættum að grípa þetta tækifæri til að ganga á mála hjá Banda- ríkjunum, það myndi borga sig, vér gætum hagnazt á því viðskipta- lega, í rauninni væri ekki um annað að ræða en semja þegar í stað um leigu á flugvöllum og flotahöfn handa amerísku herliði. í aug- um þessara manna hefur frelsisbarátta íslenzku þjóðarinnar í sjö aldir gegn erlendri yfirdrottnun grundvallazt á svo fáránlegum mis- skilningi, að vænlegast sé að taka fegins hendi móti fyrsta tækifær- inu til að beygja sig í auðmýkt undir slika yfirdrottnun, jafnvel áður en vér getum haldið tveggja ára afmæli lýðveldis vors hátíðlegt. 1 augum þessara manna eru helgustu verðmæti þjóðarinnar, ættjörð vor, sjálfstæði vort, heiður vor og menning, aðeins tæki til að græða á, leigja, selja eða fjötra, svo að þeir geti skarað eldi að sinni köku, prjónað aftan við talnadálkinn í bankabókinni sinni, bætt nýjum einkafyrirtækjum inn í kvöldbænina sína, komið sér í mjúkinn á háum og arðvænlegum stöðum erlendis. Því fer betur, að framkoma þessara manna gefur alranga hugmynd um afstöðu íslenzku þjóðar- innar. Islenzka þjóðin sýndi slíka eindrægni í sambandi við stofnun lýðveldisins í fyrra, að engin ástæða er til að ætla, að örfáum tungl- villingum heppnist að lokka hana til samninga við erlent stórveldi um leigu eða sölu á ættjörðinni. Hinsvegar væri ekki úr vegi að drepa lítilsháttar á helztu rökin í málflutningi tunglvillinganna og reyna jafnframt að gera sér grein fyrir, hverjar afleiðingar það hefði fyrir oss, ef vér létum undan óskum Bandaríkjanna í þessu efni eða gengjum slælega eftir því, að þau stæðu við loforð sín og skuldbindingar um brottflutning herliðsins og fullkomið afsal allra ítaka í landi voru þegar á næsta ári. Því hefur mjög verið á lofti haldið af þeirri tegund íslenzkra þegna, sem virðast kunna illa hinu endurheimta sjálfstæði voru, að

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.