Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 37
ÍSLENZK ÆSKA HEIMTAR SKILYRÐISLAUST AFSVAR 163 un vor og viöskipti leita nú aftur í eðlilega farvegi. Og sannarlega er drengskap Bandaríkjamanna ekki gert hátt undir höfði með' því aö búast við refsiaðgerðum af þeirra hálfu, ef vér seljum þeim ekki í hendur dýrmætustu eign vora: frelsið. En væri slíkum refsiaðgerð- um beitt á viðskiptasviðinu, myndu þær aðeins geta valdið okkur einhverra óþæginda um fárra mánaða skeið. Það er heldur ekki ó- líklegt, að ríkið, sem hefur um aldaraðir átt fyllstra hagsmuna að gæta á Norður-Atlantshafi og telur án efa nærri sér höggvið með tilmælum þessum, sem sé Bretland, myndi að einhverju leyti reyna að greiða úr þeim vandræðum, sem oss kunna að vera ætluð, ef vér höldum einarðlega á skýlausum rétti vorum og reynumst menn til að standast þetta óvænta próf. Um afstöðu bræðraþjóða vorra á Norðurlöndum þarf ekki að efast. Stjórnarvöld Bandaríkjanna hafa samið einkennilegt skjal og sent það um langan veg til Islendinga. Vér skulum sýna þessum hæst- virtu stjórnarvöldum, að vér getum einnig samið skjal og komið því með góðum skilum inn í hinar virðulegu skrifstofur í Washing- ton. Vér munum aldrei ganga að neinum samningum um leigu eða sölu á ættjörð vorri, né heldur fallast á neina erlenda íhlutun um mál vor. Slíkir samningar myndu tákna endalok vor sem sjálfstæðrar þjóðar, glötun tungu vorrar, sem vér höfum varðveitt lifandi og ó- spillta í þúsund ár, stöðnun og bliknun þeirrar menningar, sem vér tókum að arfi frá feðrum vorum, geymduin í hug og hjarta við þreng- ingar og áþján margra alda og viljum sjálfir hefja til nýrrar blómg- unar, frjálsir og ófjötraðir. Vér vitum, að 140 milljóna herveldi getur auðveldlega freistazt til að traðka á rétti smáþjóðar, sem telur aðeins 130 þúsund, ef það nær öruggu tangarhaldi á landi hennar. Vér mun- um aldrei láta oss til hugar koma að leiða Bandaríkin eða nokkurt annað stórveldi í þessa freistni. Það hefur vakið undrun og geig, hve lengi hefur dregizt, að þing vort og ríkisstjórn sendi viðhlítandi svar vestur um haf. Góð börn myndu aldrei þurfa að velta því fyrir sér lengi, hvort þau ættu að selja móður sína í ánauð. En hafi Alþingi ekki gert skyldu sína í málinu, þegar þessar línur koma fyrir almenningssjónir, verður ís- lenzka þjóðin að rísa upp sem einn maður og láta hina viðbragðs- hægu fulltrúa sína heyra á opinberum vettvangi, að skoðanir henn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.