Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 39

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 39
EMIL BJÖRNSSON: Efndanna verður krafizt Þessi grein birtist í Straumhvörfum um síðustu áramót, en er ekki síður tímabær nú. Fyrstu áramót íslenzka lýðveldisins standá fyrir dyrum. Seyt- jándi júní er liSinn og árið senn á enda, sem við höfum heitstrengt að hefja hæst í sögunni. Enn hefur aðeins verið leikinn forleikur- inn, árbjarminn einn roðar tindana. Hiti og þungi dagsins er fram undan. Við höfum unnið heit og efndanna verður krafizt. Sú vísa er aldrei of oft kveðin, að með stofnun nýs íslenzks ríkis höfum við ekki aðeins öðlazt frelsi og réttindi, heldur jafnframt tekizt þyngri skyldur á herðar en nokkrir feðranna, skyldur, sem okkar kynslóð ber einni að rækja og er ein fær um að rækja. Ef kynslóðin, sem stofnaði nýtt ríki á íslandi í sumar, reynist ekki ábyrg gerða sinna í einu og öllu, meðan hún er moldu ofar, dæmist hún ekki aðeins óhappasælasta kynslóð sögunnar, heldur verður það obæt- anlegt, sem hún vanrækir. Ef við vanrækjum á þessum heimssögu- legu tímum að tryggja trútt og satt sjálfstæði okkar, andlegt og efnalegt, þá höfum við glatað dýrmætasta tækifærinu, sem nokkurri íslenzkri kynslóð hefur gefizt, því tækifæri, sem næsta kynslóð gæti ekki hagnýtt, þótt hún fegin vildi taka okkur fram. Hún er gjör- samlega varnarlaus gagnvart okkur, eins og allar aðrar kynslóðir gagnvart fortíð sinni. Ætlum við að vega að varnarlausri framtíð þessa lands, vega að niðjum okkar í þúsund liðu, eða ætlum við að berjast upp á líf og dauða með okkar vopnum fyrir framkvæmd þeirrar hugsjónar, að íslendingar erfi ísland um aldur og ævi sem frjáls og virt menningarþjóð. Þúsund augu í íslenzkri mold hvíla á okkur, hvíla þyngra á okkur en nokkurri kynslóð fyrr, og augu framtíðarinnar, augu barna okkar, spyrja: Myndi ég nokkurn tíma fá að reyna, ef þú brygðist? Myndi mikli heimurinn þá trúa mér eða bíða eftir því, sem ég vildi bæta? Eitt er það, sem varðar sjálfstæði allra þjóða. Það eru umrað lands þeirra. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að jafnvel á

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.