Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 10

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 10
136 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR uppi að beita smáþjóðirnar ofbeldi“. Varla munu vinir Bandaríkja- manna hér á landi halda því fram, að þjóðin, sem grundvallar til- veru sína á sjálfstæðisyfirlýsingunni frá 1776 og mannréttindaskrám Virginíu og Massachusetts, fari að beita Islendinga ofbeldi. Víst er um það, að á engu öðru ríður nú meira en semja aldrei af oss heilög réttindi vor. Svo lengi sem vér gerum það ekki, höfum vér von. En ef vér samþykkjum að ganga undir okið, samþykkjum að ofurselja land vort, skrifum vér þar með undir dauðadóm vorn. Því að fyrir hvern þann, sem nokkuð hefur fylgzt með því, hvað í raun og veru hefur gerzt hér á landi á síðari árum, er engum hlöð- um um það að fletta, hvað af þessu mundi leiða. Eg skal ekki fara að lýsa því, það er of dapurlegt. Sú siðferðislega og andlega líkþrá, sem hér hefur gert vart við sig í skjóli hernámsins, mundi halda áfram sóttarferli sínum. Það er sannfæring mín, að hér sé að ræða um líf og dauða íslenzkrar menningar. Við vitum ekki um framtíðina. Hún getur borið í skauti sínu hvort heldur er þraut eða líkn. Aðeins eitt er víst, að ef vér ofur- seljum land vort hinu erlenda stórveldi, getur ekki af því leitt ann- að en smán, niðurlægingu — síðar algera glötun. Hver maður forðast yísa glötun. Og hver veit nema okkar bíði betri tímar, ef við tökum höndum saman og hlýðum skyldunni við land og þjóð og niðja okkar, sem þelta land eiga að byggja. Þetta er eina vopn okkar og eina von — og miklu betra vopn en hinir lítiltrúuðu láta sér detta í hug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.