Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 12
138 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR framtíðarstríÖi. Það er erfitt að koma auga á nokkur almenn, hvað þá þjóðaréttarleg rök fyrir slíkum tilmælum. Um slíkt og þvílíkt er í raun og veru ekki hægt að biðja: stórveldi getur auðveldlega fengið slíkri kröfu framgengt með ofbeldi við smáþjóð, en ekki mælzt til þess við hana, farið þess á leit, beðið hana þess. Að biðja þjóð að gefa upp fullveldi í landi sínu og afsala sér landsréttindum jafngildir því að biðja hana að fara burt úr landi sínu. Landnámsmenn íslands tóku land þetta af engum, þegar þeir settust hér að. Sá skilningur að Islendingar gætu gefið upp land sitt fyrir öðru ríki hefur aldrei verið viðurkenndur af þjóðinni, og sigursæl sjálfstæðisbarátta hennar eftir að fullveldinu hafði verið glatað var meðal annars háð með þeirri forsendu, að uppgjöf lands- réttinda við erlenda konunga, hvort heldur með bréfum eða eiðum, hafi ekki getað talizt gild, þaðan af síður bindandi fyrir þjóðina um aldur. Þjóð getur ekki uppgefið landsréttindi sín fremur en maður getur samið um það við annan mann að gerast þræll hans. Slíkir samningar eru andstæðir mannlegri skynsemi og gætu aldrei orðið annað en staðleysustafir. Alþingi íslendinga hefur haldið fundi um þetta mál og skipað nefnd til að ræða um hvort senda skuli samningamenn á fund Bandaríkjastjórnar til þess að semja um afhendingu landsréttind- anna. Þessi frétt hlýtur að koma óþægilega við sérhvern íslending utan Alþingis. Vonandi rasar þessi nefnd Alþingis ekki fyrir ráð fram. Það hefur aldrei heyrzt, að nokkurt þjóðþing hefði vald eða umboð til svo fáránlegs hlutar sem þess að gera út menn á fund erlends ríkis til að semja um afsal landsréttindanna. Það finnst hvergi staf- ur fyrir því í lögum né stjórnskipunarlögum Islendinga fremur en annarra þjóða, að nokkurt vald sé til í landinu þess umkomið að hefja samninga við annan aðilja um slikt afsal. Vald Alþingis og ríkisstjórnarinnar nær til löggjafar og framkvæmdastjórnar innan- lands og til að gera samninga um almenn milliríkjaviðskipti við önnur lönd, ekki til þess að afhenda landsréttindin. Valdið til að afhenda landsréttindin er ekki til í landinu, nema sjálftekið vald landráðamanna, heldur byggist sjálfstæði landsins einmitt á því, að enginn sá hópur sé til eða geti orðið til með löglegum hætti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.