Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 47
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: Á TÓLFTU STUNDU Þau ótíöindi hafa borizt hingað heim frá fréttariturum og útvarps- stöðvum á Norðurlöndum, að Bandaríki Norður-Ameríku séu að fara þess á leit við ríkisstjórn íslands, að þau fái leigðar hernaðar- stöðvar á nokkrum stöðum hér á landi og það um langan aldur. Það mun mega telja efalaust, að ein þessara stöðva yrði mjög í nágrenni Reykjavíkur. En í hvaða tilgangi eru Bandaríkin að seilast eftir hernaðarstöðv- um hér úti á íslandi? Það gæti orðið lýðum ljóst, að það hefði verið nokkurs vert, að vér reyndum að gera oss grein fyrir þessu, áður en hlaupið hefði verið að samningagerð um jafn alvarlega og ískyggi- lega málaleitun. Ekki er þeirra óskað af blindri tilviljun. Oss skilst, að þær hljóti að vera hugsaðar sem varnargarður fyrir hugsanlegri árás frá einhverju landi eða sem stökkpallur til árásar á eitthvert land eða einhver lönd. En að hvaða landi eða löndum er þar miðað? Atvinnu-Rússahatararnir munu fullyrða og einskis óska heitar en þar sé miðað að Sovétlýðveldunum. En það virðist oss ekki líklegt, og það af þeirri einföldu og býsna augljósu ástæðu, að Sovétlýðveld- unum mundi aldrei koma til hugar að gera hernaðarárás á Ameríku, hvorki Bandaríkin né nein önnur lönd á vesturhveli heims. Þar að auki hefur sjálfur utanríkismálaráðherra stjórnarinnar í Washington lýst yfir því afdráttarlaust núna fyrir skemmstu, að Bandaríkin taki ekki þátt í neinum samtökum í Evrópu, er beint sé gegn Rússlandi, enda búist þau við, að Rússar gerist ekki þátttakendur að neinum samtökum í Ameríku gegn Bandarikjunum. Það eru þess vegna mjög litlar líkur til, að vígstöðvar á Islandi séu hugsaðar sem varnarvirki eða árásarstiklur gegn Sovétlýðveldunum. Ekki getur þeim heldur verið beint gegn Þýzkalandi. Bandamenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.