Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 47

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 47
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: Á TÓLFTU STUNDU Þau ótíöindi hafa borizt hingað heim frá fréttariturum og útvarps- stöðvum á Norðurlöndum, að Bandaríki Norður-Ameríku séu að fara þess á leit við ríkisstjórn íslands, að þau fái leigðar hernaðar- stöðvar á nokkrum stöðum hér á landi og það um langan aldur. Það mun mega telja efalaust, að ein þessara stöðva yrði mjög í nágrenni Reykjavíkur. En í hvaða tilgangi eru Bandaríkin að seilast eftir hernaðarstöðv- um hér úti á íslandi? Það gæti orðið lýðum ljóst, að það hefði verið nokkurs vert, að vér reyndum að gera oss grein fyrir þessu, áður en hlaupið hefði verið að samningagerð um jafn alvarlega og ískyggi- lega málaleitun. Ekki er þeirra óskað af blindri tilviljun. Oss skilst, að þær hljóti að vera hugsaðar sem varnargarður fyrir hugsanlegri árás frá einhverju landi eða sem stökkpallur til árásar á eitthvert land eða einhver lönd. En að hvaða landi eða löndum er þar miðað? Atvinnu-Rússahatararnir munu fullyrða og einskis óska heitar en þar sé miðað að Sovétlýðveldunum. En það virðist oss ekki líklegt, og það af þeirri einföldu og býsna augljósu ástæðu, að Sovétlýðveld- unum mundi aldrei koma til hugar að gera hernaðarárás á Ameríku, hvorki Bandaríkin né nein önnur lönd á vesturhveli heims. Þar að auki hefur sjálfur utanríkismálaráðherra stjórnarinnar í Washington lýst yfir því afdráttarlaust núna fyrir skemmstu, að Bandaríkin taki ekki þátt í neinum samtökum í Evrópu, er beint sé gegn Rússlandi, enda búist þau við, að Rússar gerist ekki þátttakendur að neinum samtökum í Ameríku gegn Bandarikjunum. Það eru þess vegna mjög litlar líkur til, að vígstöðvar á Islandi séu hugsaðar sem varnarvirki eða árásarstiklur gegn Sovétlýðveldunum. Ekki getur þeim heldur verið beint gegn Þýzkalandi. Bandamenn

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.