Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 41

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 41
r Ur ræðu Einars Olgeirssonar, er hann flutti við stjórnarráðshúsið 18. júní 1944 íslendingar! Vér höfum endurreist lýðveldið á landi voru. Þjóðin hefur sjálf tekið þessa ákvörðun. Þjóðin stendur öll að henni. íslenzka þjóðin hefur endurreist lýðveldið sitt í trúnni á sjálfa sig, á óafsalanlegan rétt sinn til að ráða þessu landi. Vér höfum getað gert þetta, vegna þess að frelsisþráin hefur aldrei dáið með þjóð vorri, hvernig sem að henni hefur verið þjarmað á undanförnum öldum. Aldrei hefur þjóð vor misst trúna á rétt sinn, aldrei glatað að fullu voninni um frelsið, hve djúpt sem hún sökk, hve dökkt sem virtist framundan. Það er hinni ódrepandi seiglu undanfarinna kynslóða að þakka, að vér, sem nú lifum, gátum gert dj arfasta drauminn þeirra að veruleika: skapað lýðveldi á Islandi. Það er auk nafnkunnu frelsisfrömuðanna, hundruðum najnlausra hetja að þakka, að vér getum uppskorið ávöxtinn af erfiði þeirra í dag, — hundruðum og þúsundum forfeðra vorra og formæðra, sem framkvæmdu á einn eða annan hátt kjörorðið „eigi víkja“, einnig áður en Jón Sigurðsson forseti mótaði með þeirri meginreglu þjóðfrelsisbaráttu íslendinga. Vér höfum skapað nýtt lýðveldi í Evrópu í gær, — endurreist elzta lýðveldi hinnar gömlu Evrópu — vopnlaust og varnarlaust mitt í ægi- legustu orrahríð, sem yfir heimsálfu vora hefur gengið. Það verður ekki eina lýðveldið, sem skapast í þeirri Evrópu, scm upp rís úr ragna- rökum harðstjórnarinnar. Það kann að virðast glæfraspil að skapa litla lýðveldið okkar vopn- laust og varnarlaust í veröld grárri fyrir járnum en vér erum stað- ráðnir í að tryggja raunhæft þjóðfrelsi vort engu að síður. Vér sköpum þetta lýðveldi í trúnni á. að sú stund sé ekki fjarri, að friðurinn, mannréttindin og þjóðfrelsið sigri í heiminum og tryggi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.