Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 13

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 13
GEGN AFSALI LANDSRÉTTINDA OG EYÐINGU ÞJÓÐARINNAR 139' hvaða umboð sem hann kann að hafa frá þjóðinni að öðru leyti, sem geti samið um, verzlað með, eða með nokkurri heimild látið af liendi landsréttindi vor, fullveldi eða sjálfstæði. Stjórnskipunarlög í Iandí, grundvöllur annarra laga, byggjast á þeirri forsendu, að þjóð- in sem í landinu býr, eigi þar með óumsemjanlegum hætti lands- réttindi. Væri ekki þessi óskrifaða frumgrein grundvöllur stjórn- skipunarlaga hlytu öll stjórnskipunarlög að vera contradictio in adjecto, sjálfsmótsögn. Ef hugsanlegt væri að í stjórnskipunar- lögum fælist sú grein skrifuð eða óskrifuð, að það væri í valdi þjóðþings eða ríkisstjórnar að afhenda landsréttindin, eða þó ekki væri nema hefja samninga um afhendingu þeirra við önnur ríki, þá væri stjórnarskrá þess lands ekki annað en skrípaplagg og sjálf- stæði þess ekki til. Þá gæti einhver meirihluti þjóðkjörinna um- boðsmanna afhent öðrum ríkjum land þjóðarinnar og landsréttindi, hvenær sem væri. aðeins ef þeim þætti tíminn heppilegur til slíkra starfa. I eitt skipti voru landsréttindi íslands afhent með þeim hætti, að Islendingar hafa í sjálfstæðisbaráttu sinni ekki talið fullkomið ó- mark að, þótt þeir teldu afsalið ekki raunverulega bindandi nema gagnvart þeim konungi sem samið var við. Þetta var sú afhending landsréttinda sem fram fór með Gamla Sáttmála við Hákon V. Nor- egskonung 1263. Slíkan samning þótti þó jafnvel ekki í þá daga til- tækilegt að gera með einu saman jákvæði valdsmanna, heldur var hann gerður að undangengnum héraðssamþykktum í öllum lands- fjórðungum, samþykktumi sem komust eins nálægt þjóðaratkvæða- greiðslu og hægt var eftir stjórnarkerfi þeirrar tíðar. Það er fljótstig- ið spor að fyrirgera rétti sínum, seinsótt verk að vinna hann aftur. Eftir sjö hundruð ára ósjálfstæði, þar af margra alda þrælkun og fullkomna niðurlægingu, og jafnmargra ára meira eða minna raun- verulega sjálfstæðisbaráttu, voru þau réttindi, sem þjóðin afsalaði sér með allsherjarsamþykktum í kring um 1263 endurheimt með þjóðaratkvæðageriðslu 1944, sem var svo einróma og ótvíræð, að allur heimurinn hlaut að beygja sig fyrir henni. En þótt þjóðaratkvæðagreiðsla sé í flestum efnum talin úrslita- dómur þjóðarinnar, væri engu að síður vafasöm heimild þjóðar til þess að afhenda landsréttindi með þjóðaratkvæðagreiðslu; slíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.