Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 44

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 44
170 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR þau beittu okkur nauðung, nema því aðeins, að þau hygðust að halda áfram „menningarhlutverki“ Hitlers að leggja undir sig Ev- rópu alla, en ef svo væri, bæri okkur auðvitað brýn skylda til ei- lífrar andspyrnu. Um afstöðu hinnar íslenzku þjóðar sem heildar efaðist ég aldrei. Fyrir hálfu öðru ári síðan hafði hún fagnað fengnu frelsi eftir sjö alda erlenda ánauð og þrotlausa en mannskæða baráttu fyrir lífi og sjálfræði. Islenzka þjóðin mundi aldrei af fúsum vilja bera hlekk- ina að hálsi aftur og þaðan af síður mundi hún vitandi vits velja sér hlutskipti skækjunnar, sem föl er fyrir fé, fyrirlitin af sjálfri sér og öðrum. En allt um það voru áhyggjurnar samt ekki ástæðulaus- ar. Þess eru allt of mörg dæmi, og þau nærtæk, að heilar þjóðir hafa verið sviknar undir erlend yfirráð af ófyrirleitnum ólánsmönnum, og íslenzka þjóðin hefur því miður ekki farið varhluta af slíkum óþokkum. Það væri því ófyrirgefanleg sjálfsblekking að loka augun- um fyrir þeirri staðreynd, að þeir eru ennþá til — og alltaf til kaups. Þess er skamms að minnast, að íslenzkir menn gengu á hönd óvina- þjóðar með það fyrir augum að vinna landi sínu og löndum tjón fyrir örlitla þóknun. Þá er og á allra vitorði, að menn af íslenzkum ættum sviku gistivináttu frændþjóða vorra á hinn viðurstyggileg- asta hátt á meðan á hernámi þeirra stóð. Engum fær heldur dulizt, að undanfarið hefur gætt hér allmikils áróðurs Ameríku-agenta, og eitt dagblaðanna hefur, að því er bezt verður séð, þegar tekið landráð á stefnuskrá sína. En bak við það blað stóð til skamms tíma allfjölmennt samsafn afturhaldsmanna, sem eru ýmist gjörblindað- ir af hræðslu við viðgang sósíalismans og hatri á íslenzkri alþýðu, eða svo heimskir, að þjóðhættulegt er. Þegar alls þessa er gætt, er augljóst mál, að innanmeinin eru miklum mun háskalegri en sú hætta, er að utan kemur, og gagnvart þessum innlenda rota verðum við að vera vel á verði, því framtíð íslendinga sem þjóðar er í veði, ef illa tekst. Á síðustu árum hafa íslendingar kynnzt hernámi af eigin raun, svo óþarft er kannske að minna á, að þau landsvæði, sem tekin eru undir hernaðarbækistöðvar, teljast ekki framar til hins íslenzka ríkis. Hinir erlendu leigutakar ráða þar einir lofum og lögum. Þeir greiða hvorki tolla né skatta og íslendingar fá engu um ráðið, hvað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.