Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 11
HALLDÓR KILJAN LAXNESS: Gegn afsali landsréttinda og eyðingu þjóðarinnar Þau tíÖindi mega nú heita á hvers manns vitorði innan lands og utan, enda ekki verið borin til baka af þeim aðiljum sem gerst megu vita, að eitt heimsveldanna, Bandaríki Norðurameríku, fari þess á leit að fá hernaðarbækistöðvar til langs tíma hér á Islandi handa flugher sínum og flota. Stöðvum þeim sem þeir óska eftir hér inn- anlands vilja þeir fá að halda með exterritorial-réttindum, sem þýð- ir að staðirnir skulu vera utan íslenzkrar lögsögu, íslenzkra tolllaga og skattheimtu, og skoðast hluti af Bandaríkjunum. Þeir staðir hér á landi, sem þeir vilja innlima undir Bandaríkjalögsögu eru Kefla- víkurflugvöllur, Hvalfjarðarflotahöfn og flugstöð við Reykjavík, sjólending. Tekið er fram að þessara íslenzku staða sé æskt til sókn- ar og varnar í stríði. Þessi umleitun Bandaríkjastjórnar kvað hafa borizt Alþingi Islendinga. Það er rétt að gera sér ljóst frá upphafi, hvers hér er beiðzt af íslendingum. Hér er greinilega farið fram á afnám fullveldis, upp- gjöf íslendinga á sjálfstæði, afsal landsréttinda í hendur erlendu ríki. Það er ljósara en skýra þurfi fyrir mönnum, að land, sem undirgengst á venjulegum tímum, friðartímum, að vera hersetið af erlendu ríki, þjóð, sem ekki hefur full, óskoruð og óumdeild réttindi til yfirráða innan landamerkja sinna, er ekki lengur fullvalda; hún er ekki sjálfstætt ríki; hvert stjórnarform sem hún þykist hafa að öðru leyti, er hún og verður leppríki, ánauðugt ríki. Það eitt fyrir sig má furðulegt heita, og líklega eins dæmi í sög- unni, að þjóð sé á friðartímum-gerð slík boð, að afhenda land sitt öðru ríki til notkunar í einhverju óljóst fyrirhuguðu og óskilgreindu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.