Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 11
HALLDÓR KILJAN LAXNESS:
Gegn afsali landsréttinda
og eyðingu þjóðarinnar
Þau tíÖindi mega nú heita á hvers manns vitorði innan lands og
utan, enda ekki verið borin til baka af þeim aðiljum sem gerst megu
vita, að eitt heimsveldanna, Bandaríki Norðurameríku, fari þess á
leit að fá hernaðarbækistöðvar til langs tíma hér á Islandi handa
flugher sínum og flota. Stöðvum þeim sem þeir óska eftir hér inn-
anlands vilja þeir fá að halda með exterritorial-réttindum, sem þýð-
ir að staðirnir skulu vera utan íslenzkrar lögsögu, íslenzkra tolllaga
og skattheimtu, og skoðast hluti af Bandaríkjunum. Þeir staðir hér
á landi, sem þeir vilja innlima undir Bandaríkjalögsögu eru Kefla-
víkurflugvöllur, Hvalfjarðarflotahöfn og flugstöð við Reykjavík,
sjólending. Tekið er fram að þessara íslenzku staða sé æskt til sókn-
ar og varnar í stríði. Þessi umleitun Bandaríkjastjórnar kvað hafa
borizt Alþingi Islendinga.
Það er rétt að gera sér ljóst frá upphafi, hvers hér er beiðzt af
íslendingum. Hér er greinilega farið fram á afnám fullveldis, upp-
gjöf íslendinga á sjálfstæði, afsal landsréttinda í hendur erlendu
ríki. Það er ljósara en skýra þurfi fyrir mönnum, að land, sem
undirgengst á venjulegum tímum, friðartímum, að vera hersetið af
erlendu ríki, þjóð, sem ekki hefur full, óskoruð og óumdeild réttindi
til yfirráða innan landamerkja sinna, er ekki lengur fullvalda; hún
er ekki sjálfstætt ríki; hvert stjórnarform sem hún þykist hafa að
öðru leyti, er hún og verður leppríki, ánauðugt ríki.
Það eitt fyrir sig má furðulegt heita, og líklega eins dæmi í sög-
unni, að þjóð sé á friðartímum-gerð slík boð, að afhenda land sitt
öðru ríki til notkunar í einhverju óljóst fyrirhuguðu og óskilgreindu