Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 35
ÍSLENZK ÆSKA HEIMTAR SKILYRÐISLAUST AFSVAR 161 þjóðir heimsins væru nú sem óðast að skipa sér í tvær andstæðar fylkingar, austræna og vestræna, sem hlytu að berast á banaspjót fyrr en varir í nýrri styrjöld, margfalt geigvænlegri og mannskæð- ari en dæmi hefðu þekkzt til áður. Samkvæmt þessari kenningu ætt- um vér íslendingar að kjósa hervernd Bandaríkjanna um ófyrirsjá- anlega langan tíma til þess að tryggja öryggi vort og hag vorn í komandi átökum. En eftir skrifum sumra íslenzkra blaða að dæma, mætti ætla, að þriðja heimsstyrjöldin væri í þann veginn að hefjast. Þessar ófriðarspár eru bábiljur einar, sem hafa ekki við nein rök að styðjast, en virðast hinsvegar bornar fram í einkar tortryggi- legu augnamiði. Það er varla hægt að hugsa sér öllu meiri fjar- stæðu en þá, að hinar vígþreyttu og aðþrengdu þjóðir láti etja sér út í nýtt blóðbað, nýja og ofboðslegri tortímingu en nokkurn getur órað fyrir. í slíkri styrjöld yrði kjarnorkusprengjan helzta vopnið, en samkvæmt áliti fremstu vísindamanna heimsins yrði gereyðing- in svo fullkomin, að tveir þriðju hlutar mannkynsins myndu falla tog stærstu borgirnar þurrkast burt af yfirborði jarðar. í slíkri styrjöld yrði ekki um neitt öryggi að ræða, þrátt fyrir öfluga her- vernd, heldur myndi hættan einungis margfaldast á þeim stöðum, sem búnir yrðu tryggilegast til sóknar eða varnar. í slíkri styrjöld myndi íslenzka þjóðin líða undir lok, ef land vort yrði herbækistöð einhvers stórveldis. Það bæri því harla litlu „raunsæi“ vitni að beygja sig undir er- lend yfirráð í von um öryggi og verndun í hugsanlegum ófriði. Getgáturnar um þennan hugsanlega ófrið munu reyndar hvergi hafa blómgazt eins ævintýralega og í ákveðnum íslenzkum blöðum, eftir að Bandaríkjastjórn sendi hingað tihnælaskj alið um leigu landsins. Hitt er óvefengjanleg staðreynd, að alþjóðasamvinna hef- ur aldrei verið nánari en um þessar mundir, viljinn til að sporna gegn hörmungum nýrrar styrjaldar aldrei jafn eindreginn, vonirnar um, að það muni takast, hjartari en nokkru sinni fyrr. Þessvegna hlýtur stríðssöngur íslenzku blaðanna að láta grunsamlega í eyr- um, einmitt þegar verið er að koma öryggisráði hinna sameinuðu þjóða á traustan grundvöll og leggja þar með hyrningarsteininn að varanlegum heimsfriði. Það mun ennfremur þykja dálítið annarleg fræðslustarfsemi að dreifa út þeirri kenningu, að þjóðirnar keppist 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.