Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 32
158 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR fara að verða færar um að flytja út aftur, og þess er ekki langt að bíða, mun innflutningurinn aftur leita í sínar gömlu eðlilegu rásir. Af þessu ætti það að vera ljóst, að það er nú minni ástæða til að bera kvíðboga fyrir efnalegri framtíð þjóðarinnar en nokkru sinni áður. Við höfum betri aðstöðu en nokkur önnur þjóð til að afla allverulegs bluta af allri fiskneyzlu Evrópuþjóðanna og með aðferð- um nýtízku tækni að koma þeim fiski á markaðinn, sem margbreyti- legri og góðri vöru. Þetta er og verður okkar haglega hlutverk, og það mun geta tryggt okkur örugga og batnandi afkomu. Það ætti ennfremur að vera ljóst, að okkar eðlilegu viðskiptasambönd eru við Evrópu, en ekki við Bandaríki Norður-Ameríku. Það'er við Evrópulöndin, sem okkur ber að treysta samböndin. Þar liggur okkar viðskiptalega framtíð. Af Bandaríkjunum getum við við- skiptalega aldrei notið verulegs góðs, nema sem styrkþegar í einni eða annarri mynd. Það er því vafasöm hagsýni í því, að ganga, með sölu herstöðva hér á landi, á hönd hinu bandaríska stórveldi í beinni andstöðu við hagsmuni allra landa Evrópu, þeirra landa, þar sem við viðskiptalega höfum mestra hagsmuna að gæta. Sem endurgjald ættum við svo að öðlast það lán að mega vera niðursetningar Bandaríkjanna, líkt og Indíánaþjóðflokkar þeir, er eitt sinn voru frumbyggjar þess mikla lands, en nú draga fram lifið á afmörkuðum landsvæðum, styrktir af opinberu fé. Á það fyrir okkur íslendingum að liggja að selja frumburðarrétt okkar fyrir jafnvesalan baunadisk?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.