Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 31
STYRKÞEGAR EÐA SJÁLFSTÆÐ ÞJÓÐ 157 síöan hið mikla peningaflóð stríðsáranna, beri nokkurn ugg í brósti um framtíðina og möguleikana að skapa landinu traustan baglegan grundvöll, og það geti flögrað að henni að velja þann breiða veg- inn, að gera landið að styrkþega voldugs stórveldis, ef það gæti að- eins tryggt auðtekinn gróða. Slikar leyndar óskir munu sennilega vera undirrót þeirra staðlausu fregna, er gengið hafa manna á með- al, að miklar fjárupphæðir væru í boði gegn afnotum bins auðuga stórveldis á herstöövum á íslenzkri grundu. SjálfstæÖisbarátta íslenzku þjóðarinnar hefur ætíð byggzt á þeirri meginhugsun, að þjóðin væri sjálf fær um að sjá sér efnalega farborða. Ef sú hugmynd fær nú rutt sér til rúms, að efnaleg fram- tíð landsins sé undir því kornin, að það gerist einskonar niðursetn- ingur, er lifi á bónbjörgum frá erlendu stórveldi, er brotið það skarð í trú þjóðarinnar á möguleika sína að lifa sem sjálfstæð þjóð, er vel getur orðið henni að falli. Sannleikurinn er þó sá, að aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hafa möguleikarnir til að skapa henni traustan efnalegan grundvöll verið eins miklir eins og nú, og það af eigin rammleik, en ekki sem styrk- þegi erlends stórveldis. Það sem hingað til hefur mest staðið þessu landi fyrir þrifum, hefur verið skortur á fjármagni. Við höfurn af þeim ástæðum oröið að láta okkur lynda að vera í hópi hinna fá- tæku hrávörulanda, er selja iðnaðarþjóðunum óunna og lítt unna vöru lágu verði. Nú höfum við fengið aðstöðu til að gerbreyta þessu. Það hefur þegar verið hafizt handa til að byggja hér upp iðnað, er getur að fullu unnið úr útflutningsvörum okkar og komið þeim á heimsmarkaðinn sem margbreytilegum, vönduðum neyzlu- vörum, í stað óunninnar hrávöru og frumstæðra fæðutegunda. Markaður okkar fyrir þessar vörur hlýtur fyrst og fremst að vera Evrópa, ekki sízt löndin á meginlandinu, þar sem þjóðirnar ætíð hafa lifað við fiskskort. í þessum löndum er að vísu allt enn í kalda koli eftir styrjöldina, en þessi markaður er nú þegar að byrja að opnast, og eftir því sem atvinnulífið í þessum löndum rís úr rústum og kjör almennings batna, mun þessi markaöur geta tekið við meiru og meiru af útflutningsvörum okkar. Innflutningur til landsins hef- ur á styrjaldarárunum að mestu komið frá Ameríku, en þar er aöeins um styrjaldarfyrirbæri að ræða. Undir eins og Evrópuþjóðirnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.