Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 28
154
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
hefur og verða mun um Norðmenn? — Nei. — Og mundu t. d.
NorSmenn ekki hafa notiS sín mun betur, ef tunga þeirra og sér-
menning hefSi ekki orSiS eins illa leikin og hún varS eftir sam-
bandiS viS erlent drottnunarvald? — An efa.
Ur þessum dæmum þarf enginn aS lesa þaS, aS einangrun sé
góS. Á sjálfstæSi og einangrun er allur munur, og þarf ekki aS
ræSa þaS hér.
Jafnframt því, sem viS vitum, aS sjálfstæSiS er meira fjár virSi
en eigur þjóSar og eignavonir, þarf aS gera sér ljóst, hve skylda
íslendinga til aS afreka nokkuS í mannkynsþágu fyrr eSa síSar er
óskyld öllu peningamati, ómetanleg, og henni verSur aldrei fullnægt,
ef tungan og þjóSarsérkennin tapast.
Ennfremur játa ég þá trú, aS Islendingar eigi skyldum aS gegna
viS guS og verSi miklu blindari fyrir þeim, ef tunga týnist og sjálf-
stæSi glatast, en ella. Nóg um þaS aS sinni.
Þó aS nútíSin sé ekki skuggalaus, er eilífSin þaS. Enn bíSum viS
þess lengi, aS hver maSur hljóti frelsi frá skorti og ótta og þaS frelsi
hugsunar og vilja, sem mennskir menn eru færir um. FrelsiS er
hilling, sem hækkar og fjarlægist því meir, sem fastar er eftir því
sótt, og fyllir þó fyrirheit sín ríkulega á hverjum baráttuáfanga,
sem næst. Islendingar eru settir á vörS um frelsi eylands í Atlants-
hafi, og vei þeim, ef þeir svíkjast af verSi. ÞaS væru vissulega svik
viS þaS, sem æSra er en viS sjálfir.
Vonin um frelsiS, ef varSstöSu er gætt, er aS eilífu harmsár fögn-
uSur á gróandi leiSi hinna föllnu, eins og skáldiS kvaS:
Frelsisins eilífa, eggjandi von,
sem ættlöndin reisir og skipar þéim vörS,
þú blessar viS arininn son eftir son,
þú sættir hjartaS viS þessa jörS.
Víkjandi blika þíns fyrirheits foldir,
fjallbláar, hátt yfir allar moldir, —
og fagnandi lýS, gegnum lífiS og stríSiS,
þú leiSir undir hinn græna svörS.