Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 30

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 30
JONAS HARALZ: Styrkþegar eða sjálfstæð þjóð Þó að litlar umræður liafi enn farið fram á opinberum vettvangi um þá ósk Bandaríkjastjórnar að leigja hér á landi herstöðvar til langs tíma, hefur verið um fátt annað meira talað manna á meðal. I slíkum umræðum hef ég oft heyrt þeirri skoðun haldið fram, ekki sízt af ungu fólki, og að því er hefur virzt í fullri alvöru, að ekki væri mikið við slíkt að athuga frá sjónarmiði Islendinga, ef þeir fengju aðeins nógu mikið í aðra hönd. Ég hef aldrei heyrt þess getið, að í hinni löngu sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar hafi slíkur peningamælikvarði verið lagður á réttindi hennar og frelsi. En nú er öldin önnur. Á þessum veltiárum í þjóðfélagi voru virðast margir hafa smitazt af þeim hugsunarhætti nýríkra manna, er öll gildi met- ur til fjár, og er það eitt fyrir mestu, að peningaveltunni haldi á- fram. Þessi hugsunarháttur er að ýmsu leyti skiljanlegur. Islenzka þjóðin hefur öldum saman lifað í fátækt og basli. Þegar iðnþróun- in hefst hér í lok síðustu aldar með örari framþróun á öllum sviðum en nokkru sinni áður, hófst nýtt velgengnistímabil hér á landi, er menn gerðu sér hinar björtustu vonir um. Sú varð þó reyndin á, að hinn haglegi grundvöllur, er byggt var á, var ekki eins traustur og skyldi. Landið lenti hvað eftir annað í hringiðu viðskiptakrepp- anna, og á árunum 1930—39, er flestir hinna gömlu sölumarkaða brugðust, virtust flest sund lokuð fyrir áframhaldandi þróun til vel- megunar hér á landi. Svo kemur hinn mikli gróði stríðsáranna líkt og gjöf af himnum ofan. Allir vissu, að hann myndi aðeins vera stundarfyrirbæri, og að þjóðin myndi síðan verða að skapa sér sjálf efnalegan grundvöll í framtíðinni. Það er skiljanlegt, að sú kynslóð, er fyrst hefur lifað erfiðleika og eymd fyrirstríðsáranna og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.