Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 48
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafa unnið það heit einn fyrir alla og allir fyrir einn, að nazisminn skuli upprættur að fullu og öllu í Þýzkalandi og Þjóðverjum aldrei gefinn kostur á að hervæðast framar. Gegn hverjum eru þá hernaðarstöðvar á Islandi hugsaðar? Það verður ekki betur séð, eins og nú horfir við í alþjóðamálum, en þeim sé beint gegn nágrannanum, er oss kenndi endur fyrir löngu lestur og skrift, hefur verið aðalkaupandinn að sjávarafla vorum og verndari Atlantshafsins á tímum styrjalda. Það er ýmislegt fleira, sem bendir á, að þessi ætlun eigi við nokkur frekari rök að styðjast. Það er til dæmis kunnugt öllurn heimi, að Bandaríkin krefjast hernaðarstöðva á Azoreyjum, sem eru lítið eitt lengra útsuður frá Land’s End á suðvestur Englandi en Reykjanesið er norðvestur af Cap Wrath á norðvestur Skotlandi. Með vígstöðvum á Azoreyjum og á Islandi væru Bretlandseyjar komnar í tangarkjaft og veldi þeirri mjög fyrir borð borið á Atlantshafi. Það gerir þessa aðstöðu Bretlands ennþá uggvænlegri, að Bandaríkin liafa látið það í veðri vaka, að þau ætli sér að verða öflugasta flotaveldi heims, en hingað til hefur Bretland haft þann heiður að vera hæstráðandi á liöfum veraldarinnar. Hér við bætist það, að á stríðsárunum, en þó einkum síðan styrjöldinni lauk, hefur annað veifið grillt í hitt og þetta, sem virðist sýna, að auðvald Bretlands og Bandaríkjanna þjáist ekki af ofurást hvort á öðru. Allt virðist þetta bera að sama brunni. Hernaðarstöðvar Banda- ríkjanna á íslandi sýnast vera öryggisráðstöfun í kapphlaupum við brezka auðvaldið um áhrifasvæði og markaði. Og ef kapphlaupin komast í það öngþveili, að þau verða ekki lengur þreytt „gentle- manlike“, þá verða þessar hernaðarstöðvar notaðar til virkrar árásar gegn óvininum. Til þess hefur herstöðvum hingað til verið beitt. Og til þess verður þeim beitt í framtíðinni, ef hagsmunaárekstrarnir verða ekki jafnaðir með öðru móti. Það er á allra vitorði, að hér á landi er leiðinlegur hópur manna, sem dregst með það larvelsi aftan úr rassskellingatímum fyrri alda, að finna enga vansæmd í því að selja land sitt og þjóð fyrir erlendan gjaldeyri. „Ætli það verði ekki eina trygga útflutningsvaran í fram- tíðinni?“ sagði einn larvurinn við kunningja minn fyrir nokkrum dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.