Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 48
174 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR hafa unnið það heit einn fyrir alla og allir fyrir einn, að nazisminn skuli upprættur að fullu og öllu í Þýzkalandi og Þjóðverjum aldrei gefinn kostur á að hervæðast framar. Gegn hverjum eru þá hernaðarstöðvar á Islandi hugsaðar? Það verður ekki betur séð, eins og nú horfir við í alþjóðamálum, en þeim sé beint gegn nágrannanum, er oss kenndi endur fyrir löngu lestur og skrift, hefur verið aðalkaupandinn að sjávarafla vorum og verndari Atlantshafsins á tímum styrjalda. Það er ýmislegt fleira, sem bendir á, að þessi ætlun eigi við nokkur frekari rök að styðjast. Það er til dæmis kunnugt öllurn heimi, að Bandaríkin krefjast hernaðarstöðva á Azoreyjum, sem eru lítið eitt lengra útsuður frá Land’s End á suðvestur Englandi en Reykjanesið er norðvestur af Cap Wrath á norðvestur Skotlandi. Með vígstöðvum á Azoreyjum og á Islandi væru Bretlandseyjar komnar í tangarkjaft og veldi þeirri mjög fyrir borð borið á Atlantshafi. Það gerir þessa aðstöðu Bretlands ennþá uggvænlegri, að Bandaríkin liafa látið það í veðri vaka, að þau ætli sér að verða öflugasta flotaveldi heims, en hingað til hefur Bretland haft þann heiður að vera hæstráðandi á liöfum veraldarinnar. Hér við bætist það, að á stríðsárunum, en þó einkum síðan styrjöldinni lauk, hefur annað veifið grillt í hitt og þetta, sem virðist sýna, að auðvald Bretlands og Bandaríkjanna þjáist ekki af ofurást hvort á öðru. Allt virðist þetta bera að sama brunni. Hernaðarstöðvar Banda- ríkjanna á íslandi sýnast vera öryggisráðstöfun í kapphlaupum við brezka auðvaldið um áhrifasvæði og markaði. Og ef kapphlaupin komast í það öngþveili, að þau verða ekki lengur þreytt „gentle- manlike“, þá verða þessar hernaðarstöðvar notaðar til virkrar árásar gegn óvininum. Til þess hefur herstöðvum hingað til verið beitt. Og til þess verður þeim beitt í framtíðinni, ef hagsmunaárekstrarnir verða ekki jafnaðir með öðru móti. Það er á allra vitorði, að hér á landi er leiðinlegur hópur manna, sem dregst með það larvelsi aftan úr rassskellingatímum fyrri alda, að finna enga vansæmd í því að selja land sitt og þjóð fyrir erlendan gjaldeyri. „Ætli það verði ekki eina trygga útflutningsvaran í fram- tíðinni?“ sagði einn larvurinn við kunningja minn fyrir nokkrum dögum.

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.