Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 36
162 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR nú við að skipa sér í tvær fylkingar, önnur fylkingin velji sér átt morgunsársins, hin sólarlagsins. Allir vita, að þessi ísjárverða kenning er gripin úr lausu lofti og á sér hvergi ábyrga formælend- ur, jafnvel ekki á Islandi, enda þótt hún kunni að vera næsta heppi- leg til að ginna frelsið úr höndum smæstu þjóðanna eða hræða þær til fylgilags við ákveðin stórveldi. I þessu sambandi mætti minna á, að ýmsir merkustu stjórnmálamenn Svía, Dana, Norðmanna, Hol- lendinga og Tékka hafa látið svo um mælt, að smáríki Evrópu verði að beita sér af alefli gegn því, að stórveldin dragi þau inn í sérhags- munakerfi eða lokki þau til að leigja mikilvægar stöðvar, þar sem slíkt rnyndi óhjákvæmilega leiða af sér hættulega togstreitu milli hinna voldugustu, ógna framtíð smáríkjanna og tefla jafnframt heimsfriðnum í voða. Það er því augljóst, að riði íslenzka þjóðin á vaðið og semdi við Bandaríkin um leigu á herbækistöðvum, myndi hún ekki aðeins svíkja helgasta málstað sinn, heldur einnig aðrar þjóðir, sem svipað er ástatt um, stuðla að skiptingu þeirra milli stórveldanna eða gera þeim að minnsta kosti miklum mun örð- ugra að spyrna móti broddunum. Málgagn nokkurra fjárplógsmanna hér í höfuðstaðnum hefur lát- ið skína í það álit sitt, að hiklaust afsvar við umleitunum Bandaríkj- anna gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir oss viðskiptalega, en hinsvegar niyndi framsal sjálfstæðis vors tryggja hér margs konar hagsæld og velmegun. Það er engu líkara en verið sé að hóta oss einhverjum refsiaðgerðum, ef vér hregðumst ekki sögu lands vors og þjóðar, en lofa samtímis umbun og gyllingum, ef auðmýkt vor og skammsýni velur þann kostinn að beygja sig í duftið. Þessi mál- flutningur er ekki af íslenzkum toga spunninn og verðskuldar að- eins dýpstu fyrirlitningu, en samt væri fróðlegt að heyra, í hverju hinar viðskiptalegu refsiaðgerðir ættu að vera fólgnar. Það þarf ekki að taka fram, að viðskipti Islendinga hafa alltaf beinzt til Ev- rópu á venjulegum tímum og munu alltaf beinast að langmestu leyti til Evrópu, því að einvörðungu sökum legu landsins gætu flutning- ar milli íslands og Ameríku aldrei orðið oss hagstæðir til langframa, auk þess sem framleiðsla vor hefur ævinlega átt betri og tryggari markaði í Evrópu en vestan hafs. Skýrslur um innflutning vorn og útflutning síðan styrjöldinni lauk eru gleggsta sönnun þess, að verzl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.