Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Blaðsíða 25
Á AÐ META SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS TIL PENINGA? 151 stæði, einu tryggu eignina sína, ef hún er ekki kærulaus um það? Mundi það ekki fjárhagslega rétt að meta sjálfstæðið meira en allt annað samanlagt, sem þjóðin hefur, — meta það jafnhátt sjálfri þj óðartilverunni ? Þegar stórþjóð með samkeppnisauðmagni nær valdi eða einok- unartökum á smáþjóð, mergsýgur hún hana án þess að vita glöggt, hvað hún er að gera. Til stórþjóðarinnar renna eigi aðeins vextir lána og viðskiptahagnaður, eins og verða vill þrátt fyrir sjálfstæði, heldur komast náttúrugæði og framleiðslutæki mörg í hennar hend- ur smátt og smátt. Ættir, sem auðgast með smáþjóðinni, flytjast oftast, fyrr eða síðar, til stærra landsins með sinn skerf af þjóð- arauðnum, en eftir er hinn arðrændi lýður. Ef smáþjóðin heldur sjálfstæði, gerast þeir flutningar nokkru sjaldnar, og spornað er við því, að náttúrugæðin komist í erlendra hendur. Þegar stjórnarfarssjálfstæði er glatað að verulegu leyti, er smá- þjóð ofurseld erlendu arðráni og ekkert fjárforræði í rauninni eftir nema það, sem leyft er, að þý og þrælar hafi. Þess vegna er auðsætt, hve miklu er betra frelsi en fé. Eftir glötun sjálfstæðis flytjast að jafnaði allar æðstu menntir úr landi til höfuðstaða stærri þjóða, svo sem reynt var, meðan Kaupmannahöfn var höfð fyrir höfuðborg íslands. En að öðru leyti gagnsýrist menntalífið svo af menningu yfirráðaþjóðarinnar, að innlend menning og tunga lúta brátt í lægra haldi, meingast og glata öllum þróunarmætti. Þeirra bíður þá tortíming. Andleg stéttaskipting kemst á í slíkum löndum. Menntastéttin, sem verður að hugsa á erlenda tungu og skrifa flest þannig, slitnar úr tengslum við almúga þann, sem heldur tryggð við móðurmál í lengstu lög, og verður þetta með öðru til að gera bæði æðri og lægri menning landsins ósjálfstæða og vesala. Reynsla sýnir, að þá lækkar menntunarstigið stórum, þótt auðug menning sé á boðstól- um með heildsöluverði í landi yfirráðaþjóðarinnar. Gervöll land- vinningasaga og nýlendnasaga er til staðfestingar því, sem nú hefur verið talið upp. Látum erlenda menn hafa ýmsar skoðanir á því, hvort réttmætt sé, að smáþjóðir fái að halda máli sínu og menningu. Meðal stór- þjóða eins og Rússa og Englendinga eru framsýnir menn, sem telja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.