Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Side 25
Á AÐ META SJÁLFSTÆÐI ÍSLANDS TIL PENINGA? 151 stæði, einu tryggu eignina sína, ef hún er ekki kærulaus um það? Mundi það ekki fjárhagslega rétt að meta sjálfstæðið meira en allt annað samanlagt, sem þjóðin hefur, — meta það jafnhátt sjálfri þj óðartilverunni ? Þegar stórþjóð með samkeppnisauðmagni nær valdi eða einok- unartökum á smáþjóð, mergsýgur hún hana án þess að vita glöggt, hvað hún er að gera. Til stórþjóðarinnar renna eigi aðeins vextir lána og viðskiptahagnaður, eins og verða vill þrátt fyrir sjálfstæði, heldur komast náttúrugæði og framleiðslutæki mörg í hennar hend- ur smátt og smátt. Ættir, sem auðgast með smáþjóðinni, flytjast oftast, fyrr eða síðar, til stærra landsins með sinn skerf af þjóð- arauðnum, en eftir er hinn arðrændi lýður. Ef smáþjóðin heldur sjálfstæði, gerast þeir flutningar nokkru sjaldnar, og spornað er við því, að náttúrugæðin komist í erlendra hendur. Þegar stjórnarfarssjálfstæði er glatað að verulegu leyti, er smá- þjóð ofurseld erlendu arðráni og ekkert fjárforræði í rauninni eftir nema það, sem leyft er, að þý og þrælar hafi. Þess vegna er auðsætt, hve miklu er betra frelsi en fé. Eftir glötun sjálfstæðis flytjast að jafnaði allar æðstu menntir úr landi til höfuðstaða stærri þjóða, svo sem reynt var, meðan Kaupmannahöfn var höfð fyrir höfuðborg íslands. En að öðru leyti gagnsýrist menntalífið svo af menningu yfirráðaþjóðarinnar, að innlend menning og tunga lúta brátt í lægra haldi, meingast og glata öllum þróunarmætti. Þeirra bíður þá tortíming. Andleg stéttaskipting kemst á í slíkum löndum. Menntastéttin, sem verður að hugsa á erlenda tungu og skrifa flest þannig, slitnar úr tengslum við almúga þann, sem heldur tryggð við móðurmál í lengstu lög, og verður þetta með öðru til að gera bæði æðri og lægri menning landsins ósjálfstæða og vesala. Reynsla sýnir, að þá lækkar menntunarstigið stórum, þótt auðug menning sé á boðstól- um með heildsöluverði í landi yfirráðaþjóðarinnar. Gervöll land- vinningasaga og nýlendnasaga er til staðfestingar því, sem nú hefur verið talið upp. Látum erlenda menn hafa ýmsar skoðanir á því, hvort réttmætt sé, að smáþjóðir fái að halda máli sínu og menningu. Meðal stór- þjóða eins og Rússa og Englendinga eru framsýnir menn, sem telja

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.