Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1945, Page 33
OLAFUR JOH. SIGURÐSSON: r Islenzk æska heimtar skilyrðislaust afsvar Þegar sú fregn síaðist út um bæinn á öndverðum haustmánuði, að fulltrúar íslenzku þjóðarinnar á Alþingi sætu nú á leynilegum fundum yfir skjali einu miklu frá stjórnarvöldum Bandaríkjanna, þar sem farið væri fram á, að íslendingar leigðu Bandaríkjunum stöðvar fyrir flugher og flota um langan tíma, þá héldu menn al- mennt, að hér væri aðeins um staðlaust fleipur að ræða. í fyrsta lagi kom það spánskt fyrir sjónir, að þetta tröllaukna herveldi skyldi láta svo grunsamlega orðsendingu frá sér fara, nokkrum vikum eftir að blóðugustu styrjöld heimsins var lokið, þar sem flestar lýð- frjálsar þjóðir höfðu með sameiginlegu átaki unnið fullan sigur á óvinum siðmenningar og mannréttinda. í öðru lagi hafði þetta sama herveldi auðsýnt íslenzku þjóðinni bæði vinsemd og virðingu á síð- ustu árum, skuldbundið sig til að hverfa héðan á brott með allan herafla sinn að stríðinu loknu, lýst því yfir hvað eftir annað, að það mundi standa við samninga sína í hvívetna, en auk þess viðurkennt lýðveldi vort og þarafleiðandi óskoraðan rétt vorn til frelsis og sjálfsforræðis. Og í þriðja lagi virtist sú firran hlálegust, að fulltrú- ar íslenzku þjóðarinnar á Alþingi skyldu þurfa að velta því fyrir sér, á hvern hátt þeim bæri að svara slíkum tilmælum, þar sem sérhver undanlátssemi táknaði beinlínis sölu sjálfstæðis vors í hendur fram- andi aðilum. Hinsvegar leið ekki á löngu, áður en fréttir tóku að berast hingað utan úr heimi, þar sem rætt var fullum fetum um þessar óskir Bandaríkjastjórnar varðandi herstöðvar á íslandi í framtíðinni. Eitthvert helzta málgagn einnar frændþjóðar vorrar á Norðurlönd- urn lét þá eindregnu von í ljós, að íslendingar svöruðu hinum á- sælnu tilmælum með skjótri og afdráttarlausri neitun, en samtímis

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.