Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 25
HINIR VÍGU NORÐMENN
15
síðasta, segja þeir, sem þykjast vita: stutt vörn heima og langt her-
leiðingarstarf hjá vesturveldunum þeirra manna, sem þangað komast
undan. Þannig skal mörg sú þjóð leikin, sem er ekki nógu sjálfstæð til
að varðveita hlutleysi sitt. Þannig eru hálf launin fyrir að gefa upp
hlutleysið stórveldum til styrktar. Og hinn helmingur launanna verða
e. t. v. vestrænar loftárásir á norskar hafnarborgir.
Þjóð í sárum situr þá heima og þráir hlutleysi með friði — og
sósíölsku þjóðskipulagi, — en óttast fátt meira en verða leppríki ame-
rísks auðmangs. Sú hætta blasir við, að heimkomnir vígir Norðmenn
og hinir, sem óvígir urðu að sitja heima, þekki ekki hvorir aðra í stríðs-
lok, afneiti hvorir öðrum og hvorir annars athæfi, sem í framkvæmd
verður þá komið. Enginn efi er á, að þjóðin heima muni jafnt ráða
stefnu sinni, hvort sem utanförum líkar betur eða ver. Meira að segja
væri útlend íhlutun varla mikilsmegandi til að reisa þar við kapítal-
isma að nýju, eftir að hann væri hruninn.
Allir marxistar vita, að í Noregi hlýtur valdataka sósíalismans að
gerast fremur fyrr en síðar, það er innlend þróun í smástökkum með
afturkippum á milli. En það er ógæfulegt, ef þátttaka vígra Norðmanna
í Atlantshafsbandalagi yrði til þess, að mikill og óafturkallanlegur út-
flutningur vaskra drengja yrði samfara byltingunni.
Eitt orð enn: Hvað sem ríkisstjórn Islands verður véluð til að gera
í þágu stríðsaðilja, mega engir íslenzkir þegnar gleyma, að þjóð vor
er eftir sem áður siðferðilega skyld til hernaðarhlutleysis og dæmi
vígra Norðmanna er okkur eingöngu víti til að varast.
Björn Sigfússon.