Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 34
24
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
að búa þannig að þeim, að þeir sæju sér engan kost annan en verða
við ósk, sem þó væri öllu fremur dulbúin skipun, þeirra yfirvalda, sem
þá réðu lögum og lofum í landinu.
Það leikur enginn vafi á, að herbækistöðvar hér þýða raunverulega
uppgjöf sjálfstæðis Islendinga og íslenzk yfirvöld yrðu þá aðeins lepp-
ar hinna amerísku. Kem ég nú að því meininu, sem mest tekur í, en
það er læpuskapur íslenzkra forystumanna. Harla ólíklegt virðist að
þeir menn, sem óðfúsir vilja veita erlendu stórveldi þau ítök, sem það
á hverjum tíma kann að telja sér nauðsynleg, unni ættjörð sinni né
skilji að „vér höfum hér nokkuð að verja“.
Þótt Keflavíkursamningurinn hafi gefið svo slæma raun sem al-
kunnugt er og það svæði, sem amerískir ráða hér þyki smánarblettur á
íslenzkri jörð, verður þó ekki annað séð en að allmargir af forystu-
mönnum vorum hafi enn ekkert lært né skilið og séu landsréttindin
enn sem fyrr útbær, ef þau eru föluð af nógu fínurn herrum. Eg tala
nú ekki um, ef í boði er gullið rauða, samanber orðin: „Við mund-
um koma svo fjárhagslega sterkir út úr því.“
Þeir forystumenn íslenzku þjóðarinnar, sem láta stjórnast af rót-
gróinni braskhneigð, snobbi, undirlægjuhætti og algjörðu skeytingar-
leysi um þjóðerni vort, tungu og menningarerfðir, ættu sem skjótast að
fá lausn í náð og hverfa á brott til „vina“ sinna. Raunar þörfnumst
vér helzt herverndar gegn slíkum mönnum.
Auk „heiðursins“ af því að fá að vera með í Atlantshafsbandalagi
þessu kann þægðin við erlenda valdamenn að hafa í för með sér ein-
hvern sýndargróða, svo sem háar leigur fyrir landsréttindi, aukna at-
vinnu o. s. frv. Eða þá hreinar og beinar gjafir, sem tæpitungulaust
yrðu nefndar mútur. Þeir menn, sem veitt hafa Mammoni átrúnað sinn
og alla hollustu mega ekki við meiru, þeir sefjast svo af ljóma amer-
íska gullsins, að þeir eru allir þar sem hann skín, og skeyta því ekki
hót þó aðeins sé um stundarhag að ræða, eða jafnvel aðeins sýndar-
hag, en raunverulega sé verið að stofna til skuldar, sem þjóðin verður
að gjalda með sjálfstæðri tilveru sinni.
Einhuga og fagnandi stofnuðum vér íslendingar lýðveldi fyrir tæp-
um fimm árurn og þá var mikill vorhugur og vakning með þjóðinni.
Vér treystum á yfirlýsingu vora um ævarandi hlutleysi og væntum
þess að vér, eftir ófriðarlokin, fengjum að búa hér óáreitt og læra af