Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 68
58 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR auövaldsríkin bíði algerðan ósigur í næstu styrjöld, ef hún verður. Þér ættuð að hafa lært það af Rússlandi og Kína að vanmeta ekki slag- kraft sósíalismans, þegar á hann er ráðizt. En hvernig yrðum við þá settir, ef styrjöldinni lyki með ósigri auð- valdsríkjanna? Þeir íslendingar, sem nú hafa forustu í því, að við göngum í At- lantshafsbandalagið, yrðu dæmdir stríðsglæpamenn og endalok þeirra yrðu sennilega litlu veglegri en viðskilnaður stórnazistanna í Niirn- berg, þjóðin yrði stimpluð sem árásarþjóð og okkur yrðu bundnar fjárhagslegar byrðar, sem okkur gæti orðið erfitt að bera. Þetta er það, sem getur verið fram undan, ef við fremjum það afbrot gegn þjóð vorri og mannkyninu að ganga í Atlantshafsbandalagið. Af ofangreindum ástæðum hljóta allir íslendingar, aðrir en ærulaus ræxni, að rísa gegn því að við gerumst aðiljar að Atlantshafsbanda- laginu eða leyfum Bandaríkjunum eða nokkurri annari þjóð að hafa herstöðvar hér á landi, hvaða nafni, sem þær kunna að verða nefndar, undir hvers konar yfirskini, sem þær kynnu að verða faldar. En hér er við ramman reip að draga. Ýmsir peningamenn og póli- tíkusar íslands óhamingju munu einskis svífast til þess að ginna okkur inn í Atlantshafssamsærið og gera land vort að hernaðarvíti. Aldrei í sögu mannkynsins, svo langt sem vitað er, hefur heimskapítalisminn rekið eins ósvífinn, hrokafullan, forhertan og umfangsmikinn blekk- ingaráróður sem þessi síðustu árin. Og aldrei fyrr í sögunni hafa hinir svörtu krgftar beitt fakírabrögðum sínum eins út í yztu æsar til þess að forheimska mannfólkið, rugla það, siðspilla því, æra það út í tortím- ingu. Þess vegna er það lífsnauðsyn. Það er meira. Það er sáluhjálpar- nauðsyn, að við losum okkur við alla pólitíska fordóma og reynum að sjá gang heimsviðburðanna, ekki eins og auðvaldsáróðurinn segir okkur í blöðum og útvarpi að þeir gerist, heldur eins og þeir myndast á tjaldi veruleikans. Á vorjafndœgradaginn 1949. Þórbergur Þórðarson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.