Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 56
46 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Mér verður vafalaust brugðið um, að ég sé í umboði Rússa að ógna Reykvíkingum með tortímingu. Svo er þó ekki. Eg er aðeins að benda á býsna augljósa hættu, sem vofir yfir hverjum framherja í styrjöld — og ég tala fyrir munn nokkuð margra skelfdra Reykvíkinga. Með því að taka þátt í styrjöld milli „austurs“ og „vesturs“ værum við að stofna okkur í voða, sem hvorki við sjálfir né væntanlegir banda- menn okkar gætu varið okkur gegn. Enda er ekki sótzt eftir herstöðv- um né ítökum hér á landi vegna brennandi ástar á þeim sálum, sem hér hafast við og hér telja sitt heima, heldur þvert á móti vegna land- fræðilegrar þýðingar Islands sem vígstöðvar til að greiða og taka við þungu höggunum í viðureigninni. Komi til styrjaldar erum við í hættu, hvort við gerum nokkrar ráð- stafanir fyrirfram eða engar — en því meiri hættu sem hernaðarmann- virki væru hér mikilvægari. Rökréttasta ráðstöfunin, sem við gætum gert um leið og styrjöld hæfist, væri sennilega að eyðileggja þau „hernaðarmannvirki“, sem við ættum og gætu gert okkur að skot- spæni — þýðingu til verndar okkur mundu þau sennilega enga hafa hvort eð er. Allar ráðstafanir, sem miða að því að gera okkur að mikilvægara skotmarki en við erum, bjóða beinlínis tortímingunni heim. Ég sleppi hér að ræða þann möguleika að Rússar kynnu að freista að hernema ísland í ófriði með flota Engilsaxa alráðan á hafinu um- hverfis. Á þann möguleika trúir held ég enginn í alvöru. Hann kæmi þá aðeins til greina, er Rússar hefðu um það bil unnið styrjöld hvort eð væri. Eg hef heldur ekki rætt hugmyndina um styrjaldarþátttöku íslend- inga út frá siðferðilegu sjónarmiði, en það er vegna þess að slíkir hlutir eru nútíma kynslóð íslendinga dálítið framandi og torskildir að því er bezt verður séð — en þó vega þeir, er til lengdar lætur, þyngra en flest annað. Hitt ættu allir að hafa lært undanfarna áratugi, að í alþjóðamálum gerist hið óvænta engu síður en hitt, sem allir bjuggust við. Það mætti þess vegna kannske spyrja, hvort enginn hafi hugleitt, hversu gott for- dæmi það væri, ef íslenzkir ráðamenn nú seldu okkur formlega á vald erlendri ríkjasamsteypu að meira eða minna leyti. Vonandi á íslenzka þjóðin langa ævi fyrir höndum í landi okkar. Væri ekki með afsali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.