Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 49
STRÍÐIÐ MILLI ÞJÓÐARINNAR OG VALDHAFANNA 39 Stjórnarflokkarnir hafa nú undanfarið neitað því eindregið að þeir, þeirra menn og blöð hafi nokkurntíma hvatt til vígbúnaðar á íslandi á friðartímum. Sú afneitun er haldlaus. Þeir eru sannir að sök, m. a. af eftirtöldum staðreyndum: 1. Ummæli þeirra og blaða þeirra eru ótvíræð. , ; 2. Blöð þessara flokka svívirða eftir mætti alla þá, sem kröfðust þess í fjölmennum fundasamþykktum, að hér yrði ekki leyfð herseta á frið- artímum. i 3. Þeir lokuðu blöðum sínum algert fyrir slíkum áskorunum og réð- ust á þá, er að þeim stóðu. 4. Þeir létu loka ríkisútvarpinu fyrir frásögnum af nær öllum slík* um mótmælasamþykktum, og brutu með því sín eigin lög. 5. Þeir létu og alþingi brjóta hefðbundnar venjur um frásagnir er- inda, sem þinginu barst. Þingfréttamaður felldi allt í einu með öllu niður að geta um slík erindi og efni þeirra, þegar mótmæli gegn her- setu hér á friðartímum tóku að berast til þingsins í stríðum straumum, bæði af fundum þjóðvarnarmanna og frá fjölmörgum öðrum félögum. 6. Mótmæli bárust frá félögum íslendinga á Norðurlöndum gegn sama máli, reist á áramótagreinum flokkaformannanna tveggja, sem og ræðu forsætisráðherra á gamlaárskvöld. Allt þetta og margt fleira sýnir það fyllilega, að forysta tveggja stjórnmálaflokka í landinu aðhylltist þá leið, að erlendum herjum væri gefinn kostur á að vígbúa landið á friðartímum. Þess vegna trúir því enginn nú, að hugarfar þessara forystumanna sé í nokkru breytt, þótt óttinn við dóm fólksins hafi neytt þá út í nýjar „stefnu“-ályktanir — í bili. Vegna þessa alls og margrar annarrar framkomu hinna opinberu forystumanna í liði ríkisstjórnarinnar og baktjaldamanna, sem undir róa í felum, óttumst við, þjóðvarnarmenn, mjög um sjálfstæði íslands. Það er í voða, ef þjóðin tekur ekki í taumana. Hún vantreystir ríkis- stjórninni. Það vita allir. En verður hún nógu skjótráð, nógu samstillt og ákveðin, til að firra sjálfa sig og börn sín þeim ófyrirsjáanlega háska, sem herbandalag getur yfir hana leitt? Mesta hætta, sem yfir okkur vofir er sú, að sá einn aðili, sem getur hertekið ísland, hvort sem öðrum líkar hetur eða ver, geri það, þegar honum hentar. Til þess hefur hann ýmsar aðferðir. Sú fyrsta og áferð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.