Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 70
60
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
annaðhvort dauð eða komin í fangabúðir ef við göngum ekki í Atlants-
hafsbandalag!
Hver einasti íslendingur sem ekki er orðinn helsjúkur af galdraæði
vestrænna stríðsæsingamanna veit alveg eins vel og ég að það eru engir
Rússar að koma — að það koma hingað aldrei neinir Rússar ef þeir
fá að lifa í friði heima hjá sér. Aftur á móti er hitt jafnvíst og satt að
Ameríkanar eru löngu komnir hingað. Og að hrafnarnir okkar eru
nú flognir vestur til þess að kalla á fleiri og jafnframt til að leysa þann
vanda, hvernig við verðurn auðveldast login í sátt við svikamyUuna,
gerð að auðvirðilegum leiguþýjum án þess að taka eftir því.
Aldrei hefur reynt eins gífurlega á andlegt og siðferðilegt þrek
Islendinga og einmitt núna þessa dagana. Aldrei — jafnvel ekki á svört-
ustu niðurlægingarstundum liðinna alda — hefur líf og framtíð þjóð-
arinnar komizt í þvílíka hættu. Purkunarlausir stríðsgróðamenn, inn-
lendir og erlendir, eru að reyna að hræða okkur undir ráðstöfunarrétt
œgilegasta auðveldis og herveldis í senn sem nú er uppi í heiminum.
Það má nærri geta hvað þetta ríki kjarnorkusprengjunnar, sem í lok
síðustu styrjaldar skirrðist ekki við að þurrka 100 þúsundir óbreyttra
borgara af yfirborði jarðar á einni mínútu, metur hátt þessar 40 þús-
undir okkar sem umfram eru — nei, góðir hálsar! Það er ekki líf og
blóð íslenzkrar alþýðu sem vestrænu gullgæsirnar ætla að verja, þeim
er skítsama um allt okkar líf og blóð, alla okkar menningu, allt okkar
frelsi, það er öryggi amerísku einokunarliringanna um nýjan og auk-
inn stríðsgróða sem hér er verið að tryggja — útþurrkun íslenzkrar
tilveru skiptir ekki hinu minnsta máli í því sambandi.
Annað tveggja liggur fyrir íslenzkri þjóð ef hún gerist aðili að At-
lantshafsbandalagi:
haldist friður, þá efnahagsleg og menningarleg undirokun sem á
skömum tíma mundi leiða af sér glötun allra þjóðernislegra sér-
kenna;
hefjist styrjöld, þá gereyðingarhætta sú sem hlýtur að vofa yfir
þvílikri dvergþjóð þegar hún hefur afsalað sér landi sínu til úrslita-
átaka milli tveggja höfuðafla heims.
íslenzkir mútuþrælar bandaríkjadollarans láta sig alveg einu gilda
hvort heldur verður: þeim er enska engu óljúfari en íslenzka, þeir
kjósa langtum heldur menningu Fords og Morgans en menningu Kjar-