Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 55

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 55
SKOTMARK 45 máske erfitt að nema staðar eða snúa við. íslendingar eru og verða án herafla. Samkvæmt venjulegum skilningi eigum við því ekki heima í hernaðarbandalagi. Ósk um þátttöku okkar getur þess vegna ekki verið borin fram vegna þess að sótzt sé eftir herstyrk okkar, heldur af öðrum ástæðum. Er það raunar auðvitað mál, að ástæðan er landið sjálft, sem liggur mjög hentuglega til notkunar sem bækistöð fyrir árás- arflugvélar. Þótt að vísu sé ólíklegt, að til styrjaldar komi fyrst um sinn, er stríð þó engan veginn óhugsandi. Allar hinar gegndarlausu styrjaldar- hótanir og vígbúnaður, sem viðhaldið er „til verndar friðinum“ geta haft sína rökréttu afleiðingu, sem er stríð, jafnvel þótt ætlunin hafi ekki verið önnur en að blekkja. Ef allur djöfulgangurinn skyldi leiða til styrjaldar, er líklega engin þjóð í víðri veröld í annarri eins hættu og við Islendingar. Ef íslendingar og Bandaríkjamenn lentu í stríði við Rússa, til dæmis vegna ágreinings um Kína eða um önnur mál, mundu hernaðaraðgerð- ir fyrstnefndra bandalagsríkja sennilega frá upphafi beinast að því að eyðileggja borgir og framleiðslutæki Rússa og tortíma þeim sjálfum í heimalandi þeirra, eftir því sem til næðist. Samtímis mundu Rússar ástunda tilsvarandi framkvæmdir að sínu leyti, og er ekki óttalaust um, að sumar þeirra kynnu að valda einhverju ónæði hér í nágrenninu. í þesskonar viðureign ylti á miklu fyrir báða styrjaldaraðila, bæði okk- ur og Rússa, að eyðileggja sem gerst og sem fyrst flug- og sjóhafnir á leiðinni á milli, sem andstæðingurinn gæti notað, enda mundu hvorir tveggja aðilar leggja allt kapp á það. Þau mannvirki, sem Atlantshafs- bandalagið mundi nota til liðsflutninga og sem árásarstöðvar yrðu þess vegna efalaust fyrstu og helztu skotmörk Rússa. Til að ljóstra ekki upp væntanlegum hernaðarleyndarmálum skal ég ekki nefna slík mannvirki hér á landi, en sum þeirra eru svo nærri höfuðborg okkar, að það er, eins og raunar fleira, mikilfenglegur vottur um hugrekki útlendinga fyrir okkar hönd. Hinsvegar brestur flesta íslendinga kjark til að hugleiða þann mögu- leika, að fámennar leifar Reykvíkinga kunni að eiga eftir að vakna af blundi sínum við það, að Rússar hefðu lokið við að eyða Reykjavík og mannvirkjum hennar áður en íslendingar og bandamenn þeirra hefðu að fullu lokið við að tortíma Moskvu og hennar flugvöllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.