Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 58
48 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR orkufræðingur, heldur einnig herforingi að menntun, var ráðunautur brezka hersins á stríðsárunum og meðlimur ráðgjafarnefndar Breta í kjarnorkumálum, sem starfaði á árunum 1945—48. Bók þessi hefur að vonum vakið mikla athygli erlendis, en í íslenzkum blöðum hefur verið næsta hljótt um hana, og ekki munu mörg eintök hennar hafa borizt hingað til lands, svc að full ástæða er til að skýra lítið eitt frá fáeinum helztu niðurstöðunj hennar. Blackett heldur því fram að sú skoðun, að kjarnorkusprengjan hafi valdið gerbyltingu í hernaði, hafi náð miklu fylgi hjá öllum almenn- ingi vegna mjög losaralegrar athugunar á gildi sprengjunnar í stríði milli stórvelda, og að þessi skoðun hafi þegar valdið næstum óbætan- legu tjóni. Menn hafa, segir höfundur, einblínt á sprengjuárásirnar á Híróshíma og Nagasaki án þess að athuga að þær fóru fram mjög seint í stríðinu og við mjög sérstakar aðstæður. Bandaríkjamenn höfðu þrengt hringinn um Japan meir og meir, slitið öll sambönd Japana við hráefnalindir svo að flugfloti þeirra var að verða óvirkur vegna hráefnaskorts og hergagnaiðnaðurinn að stöðvast. Ósigur Jap- ana var óhj ákvæmilegur, bæði vegna þessa svo og vegna innrásar Rússa í Mansjúríu. En sprengjuárásirnar á Japan höfðu tilætluð áhrif að einu leyti: þær flýttu svo fyrir uppgjöf Japana að þeir gáfust upp fyrir Bandaríkjamönnum einum, en ekki fyrir Rússum og Bandaríkja- mönnum í sameiningu, og samkvæmt skoðun Blacketts réð sú ástæða úrslitum um það að Bandaríkjamenn köstuðu sprengjunni á Híróshíma aðeins tveim dögum áður en Rússar höfðu ákveðið að hefja árás sína gegn Japönum. Eða eins og Blackett orðar það: „Kjarnorkusprengju- árásin var ekki aðeins síðasta hernaðaraðgerð heimsstyrjaldarinGar seinni, heldur miklu fremur fyrsti þáttur „kalda stríðsins“ gegn Rúss- um á stjórnmálasviðinu, sem síðan hefur haldið áfram.“ Blackett heldur því fram að ekkert bendi til þess að séreign ríkis á einstæðu vopni, hversu öflugt sem það sé, geti ein saman tryggt sigur. Allt bendir hins vegar í þá átt að slíkt vopn verði gagnslítið til lengd- ar, þó að það geti valdið gífurlegum eyðileggingum í fyrstu, nema því aðeins að því sé fylgt eftir með fjölmennum og vel útbúnum landher sem geti hertekið og undirokað land fjandmannanna. f návígi eru kjarnorkusprengjur gagnslausar, og ekki er hægt að senda her inn á svæði sem nýbúið er að eyðileggja með kjarnorkuvopnum. Reynsla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.