Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 38
ÖLAFUR JÓII. SÍGURÐSSON:
Eigum vér að vera íslendingar?
Síðan Franklin D. Roosevelt andaðist hafa bandarísk stjórnarvöld
hagað sér við oss íslendinga eins og vér værum harla geðlaust fólk.
Fáum vikum eftir styrjaldarlok 1945 fóru þau fram á að vér gerðum
við þau herstöðvasamning er gilda skyldi í öld. Eindregin mótmæli
íslenzku þjóðarinnar gegn slíkum endemum knúðu þing vort og stjórn
til að vísa málaleitun Bandaríkjamanna á bug. Nú var kyrrt um stund.
nema hvað alþingiskosningar fóru fram á Islandi sumarið 1946, þar
sem flestir frambjóðendur lýstu yfir því, að þeir mundu aldrei fallast
á að erlend ríki fengju hér neinskonar ítök. En jafnskjótt og þing hafði
verið kvatt saman að nýju síðla á tvímánuði harst því annað beiðslu-
skjal frá Bandaríkjastjórn, að þessu sinni varðandi sérréttindi á Kefla-
víkurflugvelli um nokkurra ára skeið. Þáverandi forsætisráðherra,
Olafi Thors, var svo brátt að koma skjali þessu á framfæri við Alþingi
að hann hirti ekki um að láta þýða það skilmerkilega á íslenzku, og gaf
jafnvel í skyn, þegar að var fundið, að þar mundi ekki stafkrók fást
breytt. Samt fór það svo, að herfilegustu ákvæðin í samningi þessum
voru ýmist lagfærð eða sveipuð voðfelldari umbúðum, þótt liann fæli
í sér eftir sem áður afsal mikilvægra réttinda í hendur stórveldi og
væri ekki aðeins ósamboðinn íslendingum, heldur stórhættulegur sjálf-
stæði þeirra og velferð. Þrjátíu og tveir alþingismenn samþykktu hann
þvínæst 5. október 1945 og rufu þannig heit þau sem þeir höfðu
strengt á kosningafundum um vorið.
Margir spáðu því, að samningurinn um Keflavíkurflugvöll yrði ís-
lendingum til lítillar giftu, treystu stjórn vorri illa til að gæta þess í
hvívetna að Bandaríkjamenn gengju ekki feti framar en ákvæði hans
heimiluðu, og þóttust auk þess sjá hilla undir nýjar beiðslur og kröfur
í vestri. Síðan hafa mánuðir og ár liðið. Því miður hefur reynslan orð-
ið sú, að verstu hrakspárnar um framkvæmd flugvallarsamningsins