Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 66
56 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR 1 4. Rússar hafa aldrei ógnað íslandi, og það er enginn snefill af rök- tim, ekki einu sinni líkum, til fyrir því, að þeir muni slægjast eftir her- stöðvum eða neins konar yfirráðum hér á landi. Bullið í blöðum og út- 'varpi um „útþenslu“ eða „yfirgang“ Rússa er lygi, fundin upp af auð- Valdinu til að hræða fólk frá sósíalisma og herfa jarðveginn undir ‘árásarstyrjöld. Að nokkrar þjóðir í Austur-Evrópu gripu tækifærið í lok stríðsins og veltu af sér nazistisku harðræði, sem þær höfðu búið undir allt frá lokum hinnar fyrri heimsstyrjaldar, það á ekkert skylt við „útþenslustefnu“ né „yfirgang“, hvorki þessara þjóða né Rússa. Og að þessar þjóðir eru í eins konar bandalagi við Rússa og hafa samvinnu við þá í ýmsum hagsmunamálum, það á ekki heldur neitt skylt við ‘,,utþenslu“ né „yfirgang Rússa“. Orsök þessa samstarfs er einfaldlega feú, að þær telja hagkerfi sínu og þjóðskipulagi betur horgið með sam- Vinnu við Rússa en í samfélagi við auðvald Bandaríkjanna og Vestur- ‘Evrópu. Við höfum þess vegna enga minnstu ástæðu til að flækja okkur inn í Atlantshafsbandalagið af ótta við ásælni Rússa. ' 5. Ef til styrjaldar drægi myndi England eða Bandaríkin þegar í stað hernema ísland eins og í byrjun síðasta stríðs. Og þau eru einu löndin í heimi, sem þannig eru sett, að þau megni að halda Islandi á styrjaldartímum. Það gerir lega þeirra og hinir öflugu herskipaflotar. Rússar myndu hins vegar ekki fremur færir um það en Þjóðverjar í síðasta stríði, sakir þess að þeir eru ekki og verða aldrei sjóhernaðar- þjóð og eiga auk þess miklu erfiðari aðstöðu vegna afstöðu sinnar á jarðarhnettinum. Fyrir því eru engar líkur til, að Rússar myndu bera við að hertaka landið, þó að styrjöld dytti yfir. Að Rússar komi þá og þegar og „taki“ landið, er hysterí, sefasýki, andstæð þjóðskipulegum, landfræðilegum og herfræðilegum stað- reyndum. 6. Yrði styrjöld hafin, myndi ísland verða ein af meginstöðvum Bandaríkj anna til árásar austur á bóginn. Hér yrðu víðir flugvellir, öflugar herstöðvar, fjölmennur her og miklar vopnabirgðir. Andstæð- ingur Bandaríkjanna myndi á hinn bóginn gera allt, sem hann megn- aði, til að eyðileggja þessi árásarhreiður, og það yrði vitanlega gert ineð stórvirkustu loftvopnum, sem völ væri á, sennilega að atóm- sprengjum ekki undanskildum. Síðasta styrjöld sannaði að það er eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.