Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 31
ER HERVERND ÁN HERSETU MÖGULEG? 21 hvort árás vofi yfir, það ákveður vitanlega sá einn, sem á að mæta henni og hrinda henni. Sterkari aðilinn hefur alltaf sín megin réttinn til að túlka samninga. Dómi hans um ástandið í stjórnmálaheiminum og um þörf raunhæfra aðgerða verður ekki áfrýjað. Af þessu verðum við Islendingar að draga ályktanir og gefa svar okkar afdráttarlaust. Við viljum enga hersetu á íslandi, ekki í friði, ekki í ójriði. Þetta leiðir beint af því, að við viljum aldrei taka þátt í ófriði, og gætum það heldur ekki, þótt við vildum. Þátttaka okkar í ófriði, aðild okkar að hernaðarbandalagi, myndi kosta okkur aleiguna: landið, menningu og sjálfstæði þjóðarinnar. Þetta er verðið fyrir þá „vernd“, sem við nú eigum kost á, peningur öreigans, sem honum er gert að leggja í byggingu hins mikla musteris herguðsins, virkisins ósigrandi í Atlantshafi. Slíkt eru réttnefnd banaráð, en ekki vernd. Við eigum ekki kost annarrar verndar en þeirrar, sem felst í einbeittum vilja þjóðarinnar til sjálfstæðis og frelsis. Hvaða þjóð, sem setur her á íslenzka grund, fremur árás á íslenzku þjóðina. Við losum okkur ekki við þessa staðreynd með því að vefja okkur sjálfsblekkingu. Okkur er ráðlegast að horfast í augu við veruleikann. „Vernd“ landsins þýðir óhjákvæmilega hersetu, handa hernum verða reist tröllaukin virki, sem eru svo dýrmæt og mikilvæg, að herinn mun aldrei, meðan ófriðar er von í þessum heimi, yfirgefa þau. Hér skilur á milli umrædds áramótaboðskapar og febrúaryfirlýsingarinnar. Hin fyrri er köld og rökrétt hugsun bandarísks hernaðarsérfræðings, hin síðari er innanpólitísk íslenzk hugsunarvilla og sj álfsblekking. Við verðum að taka afstöðu eftir staðreyndum, en ekki þokukenndr' sjálfsblekkingu. Ef við óskum eftir hervernd, verðum við að endur- skoða afstöðu okkar til sjálfstæðishugsjónarinnar. Hvers virði er þjóð- erni okkar og sjálfstæði, þegar það er skoðað frá sjónarhól heimspóli- tíkurinnar? Er hún ekki einber þjóðrembingur, er það ekki með öllu ofrausn hundrað þúsundum manna að vilja vera sjálfstæð þjóð. Hvað er hundrað þúsund manna þjóð, örsmár dropi í ómælishafi stórþjóð- anna. Og hvernig lítur hún út, séð með þeirra augum? Myndi okkur ekki hentast að mæla smæð okkar á þeirra kvarða? Leiddi það ekki til mestra heilla, að við losuðum okkur við þjóðernisrembinginn og legðum með glöðu geði land okkar, sjálfstæði og menningu fram sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.