Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 72
62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tafli úreltrar, glæpsamlegrar auðhyggju. Islenzka lýðveldið má ekki
og skal ekki ganga í hernaðarbandalag. Fyrir íslendinga er ekki til
nema eitt öryggi í heiminum: að standa við fortíð sína, mál sitt og
menningu, hlutleysi sitt gagnvart vopnaskiptum, rétt sinn til að lifa
í friði. Þetta er eina öryggið sem okkur er sæmandi, jafnvel þó það
kosti okkur lífið.
ÚR ATÓMSTÖÐINNI
Atburðir þeir frá árunum 1945—1946 sem eru uppistaða eða öllu
fremur tilefni Atómstöðvarinnar eftir H. K. Laxness, birtast þessa
daga í nýju Ijósi. Sömu loddararnir er þá sömdu á laun við Banda-
ríkjastjóm um afhendingu herstöðvar í Keflavík samtímis því sem
þeir sóru það af sér eru enn á ferðinni með eiðstafi sína og bak-
tjaldasvik, og hefur þeim að vísu aukizt stómm síðan kjarkur og
ósvífni. Ofurkapp þeirra nú að gera Island að þátttakanda í hemað-
arbandalagi auðvaldsins er rökrétt framhald á leigu stöðvarinnar í
Keflavík. Atómstöðin stendur með hverjum degi í ægiskærara ljósi,
og ætti hver Islendingur að lesa hana nú upp aftur. Höfundur hefur
gefið leyfi til að birt séu úr bókinni fáein atriði, góð til saman-
burðar við það sem er að gerast þessa dagana. Kr. E. A.
Eiðurinn
Múgurinn þreingist nær og nær alþíngishúsinu, æ ofsafeingnari ræð-
ur, Island ögrum skorið þángaðtil mann klígjar, ópin og köllin gánga:
Þorir ekki alþíngi að svara?
Þíngmenn sátu á lokuðum fundi að ræða hvort láta skyldi Reykja-
vík eða einhverja aðra vík jafngóða sem atómstöð til notkunar í atóm-
stríðinu, og þarsem málið var hvergi nærri fullrætt komu á þá vöflur
að ansa hinu sýngjandi alþíngi torgsins. Einn og einn þíngmaður sást
gægjast útum svalagluggann með brosi sem átti að sýnast kærulaust,
en var þvínguð gretta. Að lokum var anddyri alþíngishússins hrokkið