Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 33

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 33
ÞÓRUNN MAGNÚSDÓTTIR : Mun þjóðin týna sjálfri sér? Hver treystir sér til þeirrar ábyrgðarmiklu staðhæfingar, að vér séum betur komin sem hernaðaraðili en hlutlaus þjóð, ef til nýrrar heimsstyrjaldar kemur? Værum vér ekki einmitt að bjóða hættunni heim með því að gerast aðili að Norður-Atlantshafsbandalaginu? Ekki liggur í láginni hvers vegna oss er boðin þátttaka. Þeir eru varla marg- ir, sem raunverulega láta blekkjast af þeim áróðri, að Bandaríkin sýni oss mikla vinsemd og kurteisi með boði sínu. Það ber að gjalda var- hug við slíkri vinsemd og ætla hana mun sérdrægari en hún kann að virðast í ísmeygilegum málsskjölum. Og ekki væri úr vegi að skoða kurteisina sem diplomatiska leið til að ná settu marki án þess að bletta þjóðarheiður(I) sinn með ofbeldi. Bandaríkjamenn mættu svo vel vita vilja íslenzku þjóðarinnar eftir það sem á undan er gengið, að þeir þurfa ekki að fara í neinar grafgötur um það, að þeirra væri kurteisin mest ef þeir sæju oss í friði með hlutleysi vort og virtu sjálf- stæði vort. En hvað er sjálfstæði smáþjóðar í þeirra augum? Svarið er ásælni þeirra við oss, sem alltaf er söm við sig þó að þeir finni henni nýjar og nýjar leiðir. Amerísku hermennirnir, sem hér dvöldust á styrjaldarárunum, köll- uðu ísland the rock. Það er nokkurn veginn víst, að þeir menn, banda- rískir, sem mest kapp leggja á að innlima ísland í hagsmuna- og hern- aðarkerfi Bandaríkjanna, líti svipuðum augum á landið, telji það klett, eyðisker og þá fámennu þjóð sem það byggir lítils virði og ekki vandséð fyrir hlut hennar. Verði því landið gert að atomstöð og her- gagnabúri mundi Bandaríkjamönnum vart miklast í augum að kippa yfir hafið til sín þeim hræðum, sem kysu að bjarga sér frá bráðum voða með því að flytjast til Vesturheims. Trúlega yrði þó meginþorri íslenzkra karlmanna kyrrsettur á the rock vegna svokallaðra land- varna. Þótt ekki yrði komið á almennri herskyldu hér, yrði auðvelt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.