Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 52

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 52
GUNNAR BENEDIKTSSON: Kviksett sómatilfinning byltist í gröf sinni Eitt ógleymanlegasta augnablik ævi minnar. Það er svo sjaldgæft, að bjartsýnir menn verði fyrir þeirri reynslu í raunveruleikans heimi, sem yfirstígur allt það bjartasta, sem maður hefur leyft sér að láta sig dreyma um. Ég hlýði á áróðurserindi Arnúlfs Överlands fyrir þátttöku íslands- í hernaðarblökk Vesturveldanna gegn Rússum. Umhverfis mig virðist mér vera svartasti sorinn í þjóðlífi íslendinga, flestir kunnustu land- ráðamennirnir, ofstækisfyllstu rússahatarar, hreinræktaður lýður úr innstu röðum siðspilltrar yfirstéttar. Þessum mönnum hafði liðið svo- vel, aldrei höfðu þeir fyrr heyrt skammir um Rússa og Stalin fluttar á. svona listrænan hátt, enda var oft búið að grípa fram í mál fyrirles- arans með lófataki. En þá skeður allt í einu þetta furðulega. Það er komið að hlutverki íslendinga í væntanlegri styrjöld. Fyrir- lesarinn lækkar róminn og leikur á ómþýðustu strengi raddbandanna. Hver setning fyrir sig er meitlað listaverk, sindrar af eldi hyldjúprar alvöru. Það er ekki gert ráð fyrir því, að við íslendingar leggjumi fram vopnum búinn her. En við eigum land, fósturjörð, eins og aðrar þjóðir, og þessa fósturjörð eigum við að leggja fram sem þýðingar- mestu herstöðina í væntanlegri styrjöld. Og enn lækkar rómurinn. Fyrirlesarinn vill ekki draga fjöður yfir það, að í þessu getur falizt mikil áhætta. Hann lýsir því ekki nánar,. í hverju sú hætta getur verið fólgin. En hve mikil, sem sú hætta kanu að vera, þá er siðferðisskyldan enn meiri að fórna öllu, landi og þjóð, lífi og limum, á altari sameiginlegrar baráttu vestrænnar blakkar gegn sósíalismanum í Rússlandi. í þessum kafla var enginn brandari, alvöruþunginn hreinn og tærr ekkert lófatak, ekkert fagnaðaróp, en þögn, svo djúp og svo nístandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.