Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 65
SAMSÆRIÐ GEGN MANNKYNINU 55 isku landa. Og það eru einmitt þessar skuggaverur, sem standa að baki stríðsæsingaáróðrinum og mannheimskunarskítmokstrinum, sem nú eaf unnið að þindarlaust um allan auðvaldsheiminn. Þess vegna voru það Rússar, sem börðust fyrir tillögum í gamla þjóðabandalaginu til verndunar friðarins í Evrópu. Þær voru felldar af auðvaldsríkjunum með England í broddi fylkingar. Og þess vegna hafa Rússar oftar en einu sinni borið fram tillögur í nýja þjóðabanda- laginu um allsherjar afvopnun. En þær tillögur hafa einnig verið kveðn- ar niður af auðvaldslöndunum, nú undir forustu Bandaríkja Norður- Ameríku. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að friðurinn sé betur tryggður með því að framleiða meira af vopnum og fjölga herjum heldur en með því að eyðileggja vopn og fækka herjum. Það er álíka vitlegt eins og að verja hús sitt fyrir rottum með því að fjölga rottum eða stemma stigu fyrir sóttum með því að framleiða bakteriur. Þetta er réttlæting, sem trúgjörnum pupulnum er ætlað að renna niður. En sanna ástæðan er sú, að vopnunum ætlar auðvaldið að beita til þess að brjóta á bak aftur kröfur hinna vinnandi stétta og búa sig undir árásarstyrjöld, þegar skipulag þess nálgast öngþveiti. 3. Allar árásarstyrjaldir eru glæpur gegn þeirri þjóð eða þjóðum þeim, sem á er ráðist. En þær eru einnig glæpur gegn mannkyninu, því að mannkynið er samábyrg, órjúfanleg heild, þjóðemi og ríki sýndar- aðgreining, sköpuð af frumstæðum lífsskilyrðum fyrri alda. Það er enginn vegur að skaða svo eina þjóð, að allar þjóðir bíði ekki tjón fyrir það fyrr eða síðar, einnig árásarþjóð, sem gengur með stundar- sigur af hólmi í árásarstyrjöld, því að „Ég veit að allt er af einu fætt, að alheimsins líf er ein voldug ætt.“ Þetta er ekki skáldlegur frasi til að kitla með sentimentalar taugar, Það eru sannindi, sem hyggilegast er að taka til greina. Atlantshafsbandalagið er árásarbandalag, glæpasamsæri gegn mann- kyninu. Ef við íslendingar gerumst meðábyrgir aðiljar að þessari ref- skák Bandaríkjaauðvaldsins, munum við uppskera ávöxt, sem okkur verður erfitt að renna niður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.