Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 16
6 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ara, þýsku fasistunum, að þeim væri hollara að hafa fallbyssur gegn þýskum verkamönnum og útlendum verklýðsríkj um en smjör handa sjálfum sér, alt væri til vinnandi ef takast mætti að brjóta niður sósíalista; önnur kenníng þeirra var sú að alt sem héti menníng væri í ætt við bolsévisma, og skylt að mæta því með því að draga upp byssu- hanann; það var því ekki furða þó höfuðafrek þessarar staurblaunku og afsiðuðu þýsku borgarastéttar undir fasismanum í baráttunni við verklýðsstefnu heimsins yrði það að fæða gasofnana. Veröldin stynur enn undir afleiðíngum þeirra verka sem rúin borgarastétt Þýskalands, berskjölduð fyrir miskunnarlausum áróðri auðvaldsins, fékk til leiðar komið, valdatöku þýsku fasistanna undir Hitler árið 1933, en með henni var í raun réttri önnur heimsstyrjöld hafin. Satt er það, munurinn á efnaðri og alslausri borgarastétt, saddri og svángri, er mikill, og nægir að benda á það að borgarastétt flestra ann- arra landa fékk með aungvu móti skilið grimd þýskra stéttarsystkina sinna gegn alþýðuhreyfíngunum, kenníngin um fallbyssurnar og smjör- ið verkaði á franska og eingilsaxneska borgara eins og ósmekkleg skrýtla og þó var þeim enn fjær skapi kenníng þýsku borgarastéttar- innar um nauðsyn þess að draga upp hanann á skammbyssunni ef menníng heyrðist nefnd, gasofnastarfsemi þýskra borgara var borgur- um flestra annarra landa bókstaflegur viðbjóður, þeir skildu ekki hvernig fátækt og forréttindamissir fær gert fallandi yfirstétt í verkum sínum óæðri mannætum og villidýrum; franskir og eingilsaxneskir borgarar tóku meira að segja sjálfir þátt í stríðinu gegn hinum vitfirta hernaði þýsku borgarastéttarinnar og héldu síðan dóm yfir helstu for- íngjum hennar að stríðinu loknu og heingdu þá. En nú hefur í síðasta stríði geingið svo af millistéttum Evrópu yfir- leitt, að þær eru orðnar móttækilegar fyrir svipaðan áróður gegn verklýðsstefnu heimsins, sósíalismanum, kommúnismanum og Ráð- stjórnarríkjunum, einsog þann sem Hitler og félögum hans tókst með aðstoð auðvaldshrínganna þýsku að efla uppúr heimsstyrjöldinni fyrri. I þetta sinn er það borgarastétt gervallrar Vesturevrópu sem á að egna til nýrrar heimsstyrjaldar, en auðhríngar Bandaríkjanna fyrir- skipa áróðurinn og segjast síðan ætla að taka að sér fjárhagshlið stríðsins þegar búið er að siga evrópsku borgarastéttinni á verkalýð heimsins. Nú skal Hitlers, Mússa, Kvislíngs og Lavals verða hefnt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.