Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 64

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 64
ÞÓRBERGUR ÞÓRÐARSON: Samsærið gegn mannkyninu Sá, sem þessar línur ritar, er af eftirtöldum ástæðum eindregið and- vígur því, að íslendingar gerist aðiljar að svo kölluðu Atlantshafs- bandalagi eða gefi, leigi eða selji nokkurn blett af landi sínu til her- stöðva, herdvalar eða hergagnageymslu, undir hvaða nafni sem slíkt athæfi kynni að verða falið á diplómatisku hundingjamáli: 1. Atlantshafsbandalagið er hernaðarbandalag, hugsað og áformað til árásar á hinn sósíalistiska hluta heimsins. Ef íslendingar gerast þátt- takar í þessu bandalagi, hafa þeir skipað sér í raðir hernaðarþjóða, svikið hið margyfirlýsta hlutleysi sitt og lagt sér á herðar byrðar, sem þeim munu reynast þungur baggi. 2. Árásareðli bandalagsins er falið fyrir þjóðunum með því að kalla það „varnarbandalag“. En hverjum á það að verjast? Hver hefur hugs- að sér að gera árás á þau lönd, sem að bandalaginu standa? Látið er í veðri vaka að það séu Rússar. En dettur nokkrum heilvita manni í hug, að Rússar fari að gera hernaðarárás á Bandaríkin, brezka heims- veldið eða nokkurt annað land, hvar sem er á heimskringlunni? Því trúir enginn algáður stjórnmálamaður, jafnvel enginn ótruflað- ur stríðsæsingaböðull. En þeir látast trúa því og þeir boða það til þess að hræða þjóðirnar til fylgis við bandalagið, herða þær í brjáluðu Rússahatri, í því skyni að beygja þær undir umfangsmestu kúgun ver- aldarsögunnar, æra upp í þeim skelfingu við sósíalismann og tilreiða hugi þeirra til fylgis við árásarstyrjöld. En þeir, sem láta telja sér trú um, að Rússar hyggi á árásarstyrjöld, þeir botna harla lítið í eðli hins sósíalistíska þjóðskipulags og hafa lé- lega fylgzt með stórpólitískum atburðum síðustu fjórtán ára. Sósíalist- iskt samfélag bíður undir öllum kringumstæðum tjón af stríði, en þeir, sem græða á styrjöldum, það eru herrarnir, sem kallaðir hafa verið „kaupmenn dauðans“ og aðrir áþekkir auðkýfingar hinna kapítalist-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.