Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 37

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1949, Blaðsíða 37
Á KROSSGÖTUM 27 málstað, bar oss þá fram hjá boöanum í áttina til fullkomins sjálf- stæðis. „Kóngsþrœlar íslenzkir aldregi voru.“ Þessi ágæti arfur, sem oss kom að beztu haldi í sjálfstæðisbaráttunni við Dani, verður aldrei til peninga metinn. Hann getur aldrei orðið háður hinum ýmsu verðsveiflum peninganna. Hann er enn hinn sami og fyrr. Öllum sönnum íslendingum er sá arfur meira virði en hvers konar peningar. Nú liggja fyrir alvarlegar spurningar, sem hver og einn verður að svara svo sem hann er maður til. Viljum vér selja sjálfstæðið, ávöxt Iangrar baráttu hinna beztu íslendinga, fyrir ameríska dollara? Vill íslenzka þjóðin játa sig fúsa til að verða aðili að stríði? „Vér verðum ekki spurð, hvort vér viljum eða ekki, ef til stríðs kemur,“ segja ýmsir. Rétt er það. En það er tvennt ólíkt, að játast af fúsum og frjálsum vilja undir slíkar kvaðir eða hitt, að verða nauðugur að taka yfirgangi annarra. Ef vér nú reynumst menn til að neita þjónkun við erlent vald, gef- um vér næstu kynslóð enn eitt fordæmi íslenzkrar hetjulundar. Þá skilum vér skírum skildi og dýrum arfi til þeirra sem á eftir koma. En hamingjan hjálpi oss, eigi síður en eftirkomendunum, ef oss hendir sú ógæfa að eftirláta næstu kynslóðum þann fyrirlitlega arf, sem nefndur mun verða svik við frelsishugsjónir þjóðarinnar, jafnvel þótt þau svik kunni að gefa þjóðinni betra tækifæri til „brauðs og leika“ en vér áttum kost á í æsku vorri. Auðna gefi, að oss megi takast að stýra fram hjá þeim illu skerjum og boðum, er nú ógna þjóðarskút- unni. Megi þjóðarmetnaður vor íslendinga jafnan verða sá, að láta eigi ginnast til neins þess ráðs, er sé skerðing á sjálfstæði þjóðarinnar, jafnvel þótt hampað sé gulli og grænum skógum. Verum minnug þess, að fyrr hefur þjóðin verið stödd á krossgötum, en eigi látið ginnast. Svafa Þórleifsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.