Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 4
Orðsending frá Máli og menningu
N
urn nýtt útboð á skuldabréjum til hlutafjárkaupa
í Vegamótum li.j.
Fyrir fimm árum, um leið og hlutafélagið Vegamót var slofnað, gaf Mál og menn-
ing út lilutdeildarsknldabréf að upphæð 300 þúsund krónur og skyldi andvirði
jieirra renna til hlutafjárkaupa í Vegamótum.
Sölu þessara skuldahréfa er aff fullu lokið og Mál og menning hefur keypt sam-
svarandi upphæð hlutabréfa í Vegamótum h.f., og endurgreiffsia skuldabréfanna
eða útdráttur þeirra (30 þúsund krónur árlega) hefst á næsta ári.
Nú er Laugavegur 18 í hyggingu og þörf á miklu fé til aff koma henni sem lengst
áleiðis. Hlutafé Vegamóta hefur verið aukið upp í þrjár miljónir kr., og af því
hlutafé hefur Mál og menning ekki enn getað eignazt nema 750 þús. kr., en inark-
miðiff var að félagiff tryggði sér þriðjung hlutafjárins. Vantar því 250 þús. kr. á þá
upphæff. Auk þess kemur aff því í vetur aff innrétta Bókabúff Máls og menningar í
hinni nýju byggingu og verffur félagið aff taka á sig þann kostnað.
Af þessuin ástæffum hefur stjórn Máls og menningar samþykkt aff gera úthoff á
500 þúsund króna láni, 5000 króna, 1000 króna og 500 króna handhafaskuldabréf-
um. Lánið er hoðið út til 15 ára meff 7% vöxtum, afhorgunarlaust fyrstu fimm árin,
en bréfin síffan dregin út á næstu tíu árum.
Máli og menningu er hvorttveggja jafn mikilvægt aff eiga sem stærstan hlut í
Vegamótum og að tryggja þaff aff bókabúð félagsins komist sem fyrst í hin nýju
húsakynni á Laugaveg 18.
Stjórn Máls og menningar heitir því á félagsmenn og aðra vini félagsins að
bregffast fljótt og vel viff hinu nýja lánsútboði, svo að sem fyrst geti orðiff not að
þeirri byggingu við Laugaveginn sem nú er að rísa af grunni.
Reykjavík', 15. des. 1958
STJÓRN MÁLS O G MENNINGAR
Krislinn E. Andrésson. Jukob Bcnediktsson.
Ragnar Olajsson. Halldór Kiljan Laxness.
Halldór Stejánsson.
V
y