Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Qupperneq 5
Vinir íslands og vemdarar í Ijósi
landlielgismálsins
T ÚTVAiíi’SÁVAitPi jiví sem Guðmundur í. Guðmundsson utanríkisráðherra flulti þjóðinni í
■*- ágústmánuði s.l., nýkominn heim af utanríkisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins í
Khöfn, kvaðst hann liafa skýrt málstað Islendinga í landhelgismálinu af fullri einurð þar
á fundinum og sýnt fram á að sjálft iíf okkar, sjálf þjóðartilvera okkar væri háð því að
við fengjum að njóta 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Og hver urðu viðbrögð liinna ráðherr-
anna? Hvernig lýstu þeir afstöðu þessara bandalagsþjóða okkar og vina? Enginn ])eirra,
alls enginn, fékkst til að styðja afdráttarlaust kröfu okkar um 12 mílna landhelgi, heldur
risu þeir upp hver af öðrum og mótmæltu harðlega. Og hvað merkir þetta á einföldu máli?
Að forustumenn Atlantshafsríkjanna, þrátt fyrir marggefnar yfirlýsingar um umhyggju
fyrir okkur Islendingum, vilja samt ekki, þegar á reynir, leyfa okkur að lifa. Ráðherrarnir
hyggðu allir mótmæli sín á þeirri fullyrðingu að 12 mílna landhelgi samrýmdist ekki al-
þjóðalögum. Sú fullyrðing á sér raunar enga stoð, eins og þjóðréttarfræðingar hafa marg-
sinnis sýnt fram á. En hvað um það, samkvæmt kenningum þessara góðvina okkar eru það
alþjóðalög að Islendingar skuli ekki lifa.
Eða er nokkur Islendingur sem heldur því fram að Guðm. I. Guðmundsson hafi ekki
haft á réttu að standa á fundinum í Höfn? Hafa ekki forustumenn allra stjórnmálaflokka
lýst yfir sömu skoðunum? Er ekki þjóðin hér öll á einu máli? Jú, vissulega. Þjóðin er öll
á einu máli um að réttur okkar til 12 mílna fiskveiðilögsögu helgist af því að án hennar
getum við ekki haldið efnahagslegu sjálfstæði né tryggt líf okkar og framtíð sem frjálsir
menn. Og hver hafa verið talin rökin fyrir nauðsyn þátttöku okkar í Atlantshafsbandalag-
inu? Að með því einu móti að hafa nána samstöðu með vestrænum „lýðræðisþjóðum“
gætum við vemdað sjálfstæði okkar, tryggt líf okkar. En hvað nú þegar á reynir að viður-
kenna þennan rétt okkar? Þá bregður svo við að þessar sömu vestrænu lýðræðisþjóðir
rísa upp liver á fætur annarri og hrópa: „Nei, við mótmælum harðlega! íslendingum ber
ekki þessi réttur!" Ilins vegar viðurkenna hann ríki sem úthrópuð hafa verið sem erki-
óvinir.
Einhver mundi kannski vilja vekja athygli á því að ein af Atlantshafsbandalagsþjóðun-
um hafi þó ekki mótmælt 12 mílna landhelgi okkar: Bandaríkjamenn. Rétt er að þeir hafa
að vísu ekki mótmælt henni formlega. En hitt er staðreynd að utanríkisráðuneyti þeirra
lýsti því formlega yfir að þeir tækju ekki afstöðu í landhelgisdeilu íslendinga og Breta,
þar sem að okkar áliti er um líf eða dauða tslendinga að tefla. Eða með öðrum orðum:
Bandaríkjamenn sem hafa komið hér upp herstöðvnm, í orði kveðnn til að vernda líf okk-
ar íslendinga, lýsa því allt í einu yfir að þeir taki ekki afstöðu um það hvort við lifum
eða deyjum! Þeir skipta sér ekki af því!
Það hefur sem sagt orðið hlutskipti íslendinga að treysta þeim bezt sem hræsnuðu mest.
179