Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 20

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 20
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR jafnósjálfstæður í þeim málum og öðru og hraktist á milli kommúnisma og keisaraveldissinna og allra milli- stiga þeirra, lét sannfærast af rökum og mælsku félaga sinna sitt á hvað. Bókmenntir og listir voru honum að sönnu lokaður heimur en það heyrði til daglegri venju að deila um nýju skáldin málara og tónskáld, og sá sem ekki tók þátt í þeirri árangurslausu orðræðu var álitinn undirmálsmaður sem ekkert erindi átti í þennan skóla sem sjálfsagt var að hafa lokið prófi frá þó námsgreinarnar væru taldar fyrirlitlegur þvættingur og kennar- arnir úreltir fræðarar. Þessi skólaganga bakaði Hermanni mikil óþægindi og raunir. Hann taldi sér trú um að með því að fylgja félög- um sínum sem bezt eftir í andlegum skrípalátum þeirra, tileinka sér vígorð þeirra og gera tilraunir til að yrkja óskiljanleg ljóð gæti hann dulið fyrir þeim andleysi sitt og minnimáttar- kvöl. En sem vonlegt var varð árang- urinn annar: tafir frá náminu og háð þeirra sem bezt gengu fram í því að leiða hann út á þessa refilstigu. Þess- vegna jókst hatur hans og sjálfs- óánægja. Sérstaklega bar hann log- andi hatur í brjósti til Heinz, en hann var sá eini af skólabræðrum hans sem átti ósvikna skáldskapargáfu og hafði komið á prent nokkrum kvæðum sín- um. Þegar skólabræður hans einusinni þóttust í alvöru vera að rökræða kvæði Hermanns en toguðu hann sundur í beittu háði skipaði Heinz þeim að hætta þessum fíflalátum, vék sér einslega að Hermanni og spurði hví hann væri að gefa strákunum til- efni til að gabbast að honum. Hættu þessu, það liggur ekki fyrir þér. Af einhverjum leyndum áslæðum sárnaði honum meira þetta vingjarn- lega ráð en allt níð hinna. 4. Faðir hans fór aldrei til vígstöðv- anna — hann var haltur og gat ekki gegnt herþjónustu — en sat allan tím- ann á sömu skrifstofunni og flækti mál með fyrirmyndar prússneskri skriffinnsku. Það hindraði hann samt ekki í að leggja sinn dóm á stríðið og byltinguna sem fylgdi því. Og sá dómur einkenndist af lotningunni sem hann bar fyrir keisaranum og herfor- ingjum hans. Þó hann héldi áfram að gegna stöðu sinni undir stjórn nýrra húsbænda fyrirleit hann lýðveldið nýja og alla sem því stjórnuðu og lifði í þeirri trú að keisarinn mundi koma aftur og jafna um þá sem sviku liann, hefja nýja styrjöld gegn fjand- mönnum Þýzkalands og hafa sigur. Hermann ungi var í hjarta sínu sömu óskar og faðir hans, en honum var einhver friðþæging í að vera á öndverðum meiði við þennan kær- leikssnauða mann sem aldrei hafði annað á boðstólum handa honum en 194
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.