Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 22

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR tregum gáfum sínum, að átta sig á þeirri refskák sam daglega var birt í blöðunum, en niðurstaðan var engin og hann missti trúna á að sá stjórn- málaflokkur, sem hann hafði heitið fylgi sínu, gæti leitt átökin til lykta. Gamla vitundin um hve gersamlega þýðingarlaus hann væri settist aftur að í sál hans, og hér var enginn til að setja hann af stað í réttan farveg sem hann gæti runnið eftir með þeirri skilyrðislausu hlýðni sem honum var eiginleg. Hann fór að slá af kröfum sínum að verða merkilegur embættismaður sem skyldi sýna þeim, sem áður höfðu haft hann að spéi, hver valdið hefði. Hann sótti skemmtistaði og drakk meira en honuin var hollt. Kannski væri rétt að fylgja stefnu hinna köldu pilta og yfirgefa þennan hundsrass. 6. En nú kemur fyrir atvik sem ger- hreytir lífi Hermanns Kreittners. Það er hvorki meira né minna en hinn nauðsynlegi hreyfikraftur sem hittir hann. Á skrifstofunni hefur um skeið unnið maður allólíkur öðrum þar. Kornungur hafði hann tekið þátt í stríðinu og hlotið þar liðsforingja- tign. Hann er drembilegur og fálátur og ólíklegur til að ætla að dveljast lengi við þessi störf. Samt er hann ekki líkur hinum köldu piltum sem áður er getið. Það er enginn kæru- leysisbragur á honum, og gagnstætt þeim á hann sér takmark í lífinu. Dag nokkurn, að afloknum skrif- stofutíma, verða þeir Hermann sam- ferða út á götuna. Þá víkur Vilhjálm- ur, hinn fyrrverandi liðsforingi, sér að honum og spyr hvað hann ætli sér að aðhafast í kvöld. Hermann er tortrygginn og fer undan í flæmingi. Hinn spyr hvort hann vilji ekki koma með sér á fund sem ungnazistar ætli að halda í kvöld í samkomuhúsi þar í grenndinni. Stjórnmál? Nei, Hermann hefur fengið nóg af þeim og auk þess fer illt orð af þessum nazistum. Vilhjálmur hlustar rólega á hann. Síðan fullyrðir hann að Hermann sé of gáfaður maður og traustur t'l að láta sér á sama standa þó ill öfl dragi das Vaterland ofan í svaðið svo hin volduga þýzka þjóð eigi ekki við- reisnarvon. Hann hefur veitt honum eftirtekt og álítur hann einn af þeim fáu ungu mönnum sem búast má við miklu af, og sanngirni hans sé sjálf- sagt það mikil að hann fordæmi ekki það sem hann hefur ekki haft kynni af. Á þetta er gott að hlusta. Hvenær hefur nokkur talað svona til hans fyrr? Hver hefur viðurkennt mann- kosti hans áður? Og langt er síðan hann hefur átt nokkurn félaga sem fullvissaði hann um að hann væri 196
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.