Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 22
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
tregum gáfum sínum, að átta sig á
þeirri refskák sam daglega var birt í
blöðunum, en niðurstaðan var engin
og hann missti trúna á að sá stjórn-
málaflokkur, sem hann hafði heitið
fylgi sínu, gæti leitt átökin til lykta.
Gamla vitundin um hve gersamlega
þýðingarlaus hann væri settist aftur
að í sál hans, og hér var enginn til að
setja hann af stað í réttan farveg sem
hann gæti runnið eftir með þeirri
skilyrðislausu hlýðni sem honum var
eiginleg.
Hann fór að slá af kröfum sínum
að verða merkilegur embættismaður
sem skyldi sýna þeim, sem áður höfðu
haft hann að spéi, hver valdið hefði.
Hann sótti skemmtistaði og drakk
meira en honuin var hollt. Kannski
væri rétt að fylgja stefnu hinna köldu
pilta og yfirgefa þennan hundsrass.
6.
En nú kemur fyrir atvik sem ger-
hreytir lífi Hermanns Kreittners. Það
er hvorki meira né minna en hinn
nauðsynlegi hreyfikraftur sem hittir
hann.
Á skrifstofunni hefur um skeið
unnið maður allólíkur öðrum þar.
Kornungur hafði hann tekið þátt í
stríðinu og hlotið þar liðsforingja-
tign. Hann er drembilegur og fálátur
og ólíklegur til að ætla að dveljast
lengi við þessi störf. Samt er hann
ekki líkur hinum köldu piltum sem
áður er getið. Það er enginn kæru-
leysisbragur á honum, og gagnstætt
þeim á hann sér takmark í lífinu.
Dag nokkurn, að afloknum skrif-
stofutíma, verða þeir Hermann sam-
ferða út á götuna. Þá víkur Vilhjálm-
ur, hinn fyrrverandi liðsforingi, sér
að honum og spyr hvað hann ætli sér
að aðhafast í kvöld.
Hermann er tortrygginn og fer
undan í flæmingi.
Hinn spyr hvort hann vilji ekki
koma með sér á fund sem ungnazistar
ætli að halda í kvöld í samkomuhúsi
þar í grenndinni.
Stjórnmál? Nei, Hermann hefur
fengið nóg af þeim og auk þess fer illt
orð af þessum nazistum.
Vilhjálmur hlustar rólega á hann.
Síðan fullyrðir hann að Hermann sé
of gáfaður maður og traustur t'l að
láta sér á sama standa þó ill öfl dragi
das Vaterland ofan í svaðið svo hin
volduga þýzka þjóð eigi ekki við-
reisnarvon. Hann hefur veitt honum
eftirtekt og álítur hann einn af þeim
fáu ungu mönnum sem búast má við
miklu af, og sanngirni hans sé sjálf-
sagt það mikil að hann fordæmi ekki
það sem hann hefur ekki haft kynni
af.
Á þetta er gott að hlusta. Hvenær
hefur nokkur talað svona til hans
fyrr? Hver hefur viðurkennt mann-
kosti hans áður? Og langt er síðan
hann hefur átt nokkurn félaga sem
fullvissaði hann um að hann væri
196